Konur í stjórnmálum?

Almenn vill fólk fá einstaklinga af báðum kynjum í stjórnmálin. Í þeim félagskap sem bæði kynin eru virk, verður oft mögnun í starfi. Ástæðan hefur ekkert með líkamlegan mismun kynjanna, heldur frekar andlegan. Konur sjá hluti og verkefni oft út frá öðrum vinklum.

Kvennalistinn var djörf tilraun á sínum tíma, sem í ljósi sögunnar hafði talsverð áhrif. Þingmenn listans juku virðingu almennings fyrir konum í stjórnmálum. Ef við berum t.d. saman starf kvennalistans sem oft voru fámennar á Alþingi og t.d. Hreyfingarinnar hins vegar verður sá samanburður skerandi. Konur eins og Guðrún Arnarsdóttir, Ingibjörg Sólrún, Sigríður Dúna, Þórhildur Þorleifsdóttir, Kristín Ásgeirsdóttir annars vegar og þingmenn Hreyfingarinnar hins vegar.

Þrátt fyrir að allir flokkar vilji gjarnan hafa bæði kynin á listum sínum, hefur núverandi aðferðir við að velja á lista ekki höfðað jafn mikið til kvenna og karla. Það er eitt af mikilvægum verkefnum stjórnmálaflokkana að finna lausn á því máli. 

 


mbl.is Sannfærður um að konur stígi fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Tek undir með þér Sigurður, það er málefnum tilframdráttar að bæði kynin eigi aðkomu að þeim með samvinnu. Engin foréttindi annars kynsins á kostnað hins. Þetta á jafnt við um konur í stjórnmálum, sjálf kýs ég enga konu vegna þess að hún er kona heldur eingöngu vegna verðleika hennar. Sama gildir karlmenn en öllum finnst það held ég svo augljóst, þrátt fyrir það eru þeir oft valdir vegna kyns. Það eru ekki framfarir að taka eigi konur fram yfir karlmann það er byggt á sama gamla óréttlætinu og hefur ríkt í karlaveldinu. Kvennaframboðið leið undir lok því fæstir vilja slík forréttind fyrir annað kynið, ekki frekar en karlaframboð.

Sólbjörg, 11.9.2012 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband