Þjóðin er að byrja að fagna.

Alls staðar þar sem maður kemur er eftirvæting í loftinu. Nú er að koma að tíma eftirvæntingar, vonar og sóknar. Aðeins 6 mánuðir og við erum laus við vinstri stjórnina. Jóhanna og Steingrímur sett í æfilangt frí. Það er full ástæða að undirbúa og taka þátt fagnaðarlátunum. Sumir fara í framkvæmdir, aðrir horfa til komandi tíma með bros á vör.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður; jafnan !

Og; ekki yrði fögnuður landsmanna síðri, sæi fólk á eftir þeim Silfurskeiða guttum; Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni - fylgja karli og kerlingu (Steingrími og Jóhönnu), ofan í þann hlandforar svelg, sem þeim bezt hæfði; öllum, ágæti dengur.

Með beztu kveðjum; sem ávallt, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 23:23

2 identicon

drengur; átti að standa þar. Afsakaðu; fljótfærni nokkra. síðuhafi knái.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 23:28

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Siggi minn! Kjósum Gunnar Birgis í slaginn,hann hefur aldrei gert neitt af sér frekar en hinir. Skárri er það nú,,, að menn beri syndir forfeðra ef einhverir eru. Forða mér áður en Óskar fer að frussa.!!!!

Helga Kristjánsdóttir, 13.9.2012 kl. 00:56

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Landslagið er þannig að það er brýn ástæaða fyrir okkur landsmenn að halda vöku okkar og meta verk og tillögur ráðamanna með gagnrýnum augum. Það er sama hvort það eru nú Steingrímur og Jóhanna, eða Bjarni og Sigmundur. Sjálfsagt var þjóðsjórn besti kosturinn síðast, en verri kostur var tekinn. Niðurstaðan er eymd.

Nú liggur við að næst taka við Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Ég ætla að meta þá af verkum þeirra rétt eins og núverandi ríkisstjórn. 

Sigurður Þorsteinsson, 13.9.2012 kl. 08:47

5 Smámynd: K.H.S.

Til að Sjálfstæðisflokkurinn sé val á ný, þarf að moka þar út.

Burt með kúludrottninguna, Esb sinnann og Samfósleikjuna Þorgerði.

  Hún sem vélaði Geir  til stjórnarmyndunar með Ibbu Sólrúnu illu heilli. Mesta  feigðarflan í sögu Sjálfstæðisflokksinns.

Einnig setti hún til valda hjá útvarpi allra landsmanna sjálfumglaðann eiginhagsmunasegg. Hann afhenti svo fréttastofu stofnunarinnar  í heilu lagi óvinum Sjálfstæðisflokksinns, til að fríja sig áreiti.

Burt með Bjarna Ben.

Fyrir utan að vera flæktur í hrunadansinn er hann ómögulegur forystusauður.Grípur aldrei tækifærin þegar þau gefast til að gagnast málefnum og flokki. Sama hvað andstæðingarnir girða einatt og oft, niður um sig, aldrei heyrist neitt frá honum.  Það er líkt og hann sofi á verðinum. Það er bara ekkert fútt í'onum.

Best væri fyrir flokkinn að fá Davíð til að bjóða sig fram á ný.  

K.H.S., 13.9.2012 kl. 10:04

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Við erum mjög mishrifin af stjórnmálamönnum í öllum flokkum. Ánægð með einhverja og óánægð með aðra. Þannig beið ég spenntur eftir því að sjá hvað Jóhanna Sigurðardóttir gerði sem forsætisráðherra.  Hafði bara þekkt hana af góðu einu. Aðildarumsóknin í ESB, meðhöndlunin á Icesave, einkavæðing bankanna til útrásarvíkinga og ólýðræðisleg vinnubrögð gjaldfellir hana. Fáir forsætisráðherrar hafa haft minna fylgi þegar líðurá stjórnartíð. VG fellur líka undir þennan flokk. Þá lítur út fyrir að valkosturinn til þess að fella þessa ríkisstjórn sé að kjósa Framsóknarflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn. Þar verða fólk sem ég er mishrifinn af. Þannig er flokkakerfið. Hins vegar get ég veitt komandi ríkisstjórn aðhald.

Sigurður Þorsteinsson, 13.9.2012 kl. 12:17

7 Smámynd: K.H.S.

Ef sem vonandi verður, að Sjálfstðisflokkuriinn fari í sætiskosningar til framboðs, og þeir fái sitt sæti sem til þess veljast, þá hef ég ekki áhyggjur af þeim flokk.

Ef hinsvegar neðanjarðarsamtök Samfylkingarinnar og útrásarvarganna halda völdum innan flokksinns með Bjarna og nú líklegast kúlu Þorgerði sem stjórnendur þá er engu  þar eftir að slægjast.

K.H.S., 13.9.2012 kl. 12:56

8 Smámynd: Sólbjörg

Það er svo satt ef Sjálfstæðisflokkurinn gerir ekki hreint fyrir sínum dyrum ná þeir kannski ekki að komast í stjórn það eru margir sem treysta ekki Bjarna , Illuga og Þorgerði. Vitið til þegar Guðmundur Franklín kynnir sína stefnuskrá sem manni skilst að sé úthugsuð í þaula og innihaldi lausnir og nýungur þá má Sjálfstæðiflokkurinn vara sig því Guðmundi gæti tekist að hirða upp góðan hlut af óánægjufylgismönnum XD, og enn aðrir sjálfstæðismenn eru á báðum áttum með að fara yfir í Framsókn.

Sólbjörg, 13.9.2012 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband