Ætla alls ekki í samstarf með....

Hvað gera þingmenn stjórnarflokka sem eru að fara í áratuga frí frá stjórnarsetu. Jú, þeir lýsa því yfir að þeir ætli sko ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum eða Framsókn. Það sem öllum er jú ljóst að Samfylking og VG eru að fara í minnst 16 ára endurhæfingu. Margir stjórnarþigmenn munu einfaldlega ekki komast á þing, og verður afskaplaega lítil eftirsjá af mörgum þeirra. Þigmenn Hreyfingarinnar hafa lengi verið í fríi, svo það verður lítil breyting á þeim bæ. Vonir stjórnarflokkana, að ná að klekkja á hvor öðrum, virðast vera að takast. Líklegt er að VG muni fara mun verr út úr slagnum. Ítrekaður stuðningur flokksforystu VG við aðildarumsóknina í ESB er farin að fara mjög illa í félagsmenn, sem yfirgefa flokkinn í hrönnum. Þeir fáu þingmenn VG sem eftir verða á þingi, ættu að einbeita sér að fara í samstarf hvor við aðra svo ekki verði meiri klofningur innan flokksins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Góður,hugsaði eitthvað svipað.

Ragnar Gunnlaugsson, 15.9.2012 kl. 09:18

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sigurður, það er rétt hjá þér að þingmenn VG mættu byrja á samstarfi heima hjá sér; þ.e. hvor við annan.  En ætli það sé ekki fullseint að taka upp á því núna - eftir tæp 4 ár, ef við reiknum bráðabirgðastjórnina með.

Vissulega verður mörgum rórra þegar forystumenn SF lýsa því yfir að samstarf við XD sé óhugsandi.  Enginn vill fá aftur þá sömu hrunstjórn. 

Andstæðingar núverandi stjórnar hafa einmitt óttast hugsanlegan samstarfsvilja formanns XD og hans ísköldu möt.

Vonandi mun Hanna Birna leiða flokkinn í vorkosningunum.   

Kolbrún Hilmars, 15.9.2012 kl. 15:30

3 Smámynd: K.H.S.

Stjórnn Geirs Harde og Ingibjargar Sólrúnar bjargaði því sem bjargað varð með hárréttum aðgerðum. þetta hrunstjórnarkjaftæði er ódýrt rugl og á sér enga stoð.

K.H.S., 15.9.2012 kl. 17:51

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún björguðu því sem bjargað varð með neyðarlögunum. Persónulega.

Það verður seint fullþakkað.  En hrunstjórn engu að síður; sofandi stjórnsýsla og fjármálaeftirlit.  Útrásarvíkingar áttu völlinn fram að hruni.

Kolbrún Hilmars, 15.9.2012 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband