Launahækkunin mistök?

Jæja, þá er Jóhanna á því að launahækkun Guðbjarts Hannessonar hafi verið mistök. Skiptir ekki máli hann situr bara áfram. Dómstólar dæma ráðherra reglulega fyrir brot á lögum. Bara smávægileg mistök og þeir sitja áfram. Steingrímur sendir algjörlega óhæfan samningamann út til Englands til þess að semja um Icesave og boðaði komu á ,,glæsilegri niðurstöðu" . Þetta lögðu þau hjúin fyrir meirihlutann sem átti að samþykkja óséð. Síðan viðurkenndi Jóhanna að betur hefði verið að fagmaður hefði farið fram. Enginn segir af sér, en Svavar Gestsson er sendur í útlegð í Dalina. 

Ég ber ábyrgð sagði Jóhanna. Ég ber ábyrgð sagði Steingrímur. Bæði segja ósatt. Þau bera enga ábyrgð. Þau sitja bara áfram, fram að kosningum. Þá verða þau sett í minnst 18 ára endurhæfingu. Það mun ekki duga til. Þeirra tími er liðinn. 


mbl.is Launahækkunin mistök að mati Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þau eru fyrir löngu síðan búin að gleyma hvað það þýðir að axla ábyrgð.  Var það ekki einmitt Jóhanna sem barði í gegn ákvæði um ráðherraábyrgð á sínum tíma, minnir það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2012 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband