Þóra þurfti 130% fleiri kúlur, en dugði skammt

Samkæmt frétt Visis.is fékk Þóra Arórsdóttir rúmlega 15 milljónir í styrki vegna forsetakosninganna. Ólafur Ragnar fékk hins vegar aðeins um 6,5 milljónir. Visir.is kallar þennan mismun rétt ríflega tvöfaldan. Það vakti athygli fyrir nokkru að sérstaklega var tekið fram að ríflegur stuðningur við  Ara Trausti  sem hann fékk frá fyrirtæki Finns Ingólfssonar. Visir.is er ekkert að koma með greiningu um stuðning við Þóru Árnórsdóttur, sem fékk eins og kunnugt er mjög ríflegan ,,faglegan" stuðning frá Stöð 2 og Baugsmiðlunum, í formi hlutdrægrar fréttamennsku.

Nú þegar kosningar eru fyrir löngu um gerð gegnar geta fjölmiðlar Jóns Ásgeirs ekki sýnt enn hlustleysi gagvart frambjóðendum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er Þóra ekki eina framboðið sem ekki hefur upplýst um hvaðan styrkir komu?

Jón Steinar Ragnarsson, 1.10.2012 kl. 01:35

2 identicon

Er minnið nokkuð farið að bresta Sigurður? Ertu búinn að gleyma þeim fúlgum fjár sem þurfti að bera á kjósendur til að Ólafur 1.-16. slefaði inn á Bessastaði 1996?

Svona til að hressa upp á heilasellurnar kostaði framboð Möðruvellingsins kr. 42 milljónir 1996, sem má núvirða með nánast 100 milljónum í dag!

Þóra eyddi því 15% af frumraunarfé Ólafs 1.-16. og fékk samt svipað hlutfall kjósenda og pólkonungurinn 1996!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 15:00

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hilmar ekki ætla ég að verja þá sem kostuðu framboð Ólafs Ragnars árið 1996, eða hann sjálfan. Hins vegar er vonandi nýtt hugarfar nú og ég á ekki von á öðru en Þóra hafi allt ,,opið og lýðræðislegt". Nú á bara eftir að ganga mí málið.

Sigurður Þorsteinsson, 1.10.2012 kl. 19:28

4 identicon

"Hins vegar er vonandi nýtt hugarfar nú"(!) Þú ert bráðfyndinn undir nóttina Sigurður. Hvar sérð þú örla á "nýju hugarfari"?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 19:33

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eftir 16 ár í embætti og 30 ár í áberandi stöðu í stjórnmálum þar á undan er undarlegt að sjá að mönnum fiinnist það óeðlilegt að þau, sem komu ný til sögunnar til að gegna starfi á þessu sviði þyrftu meira fé en forsetinn. Allir frambjóðendurnier nema Þóra eyddu minna fé en forsetinn og því var við ramman reip að draga fyrir þau. Ég hefði talið það fullkomlega eðliegt að allir frambjóðendurnir, ekki bara Þóra, þyrftu meira fé en forsetinn til að kynna sig í því hlutverki.

Ómar Ragnarsson, 1.10.2012 kl. 20:15

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ómar, það vill svo til að mér finnst ekkert sérstakt um fjárhagslegan stuðning sem Þóra fékk. Heldur að ef fjölmiðlar eru að taka út þennan stuðning, þá á það að gilda um Þóru jafnt sem aðra.

Það vill svo til að ég bloggaði um það fyrir 2-3 árum  að Þóra gæti orðið frambærileg þegar skipt yrði um forseta. Á sínum tíma var Bjarni felldur, m.a. vegna þess að yfirvöld vildu hann, en ekki Ásgeir. Það hefur gerst oftar. Stuðningur Jóhönnu og Steingríms sköðuðu Þóru, svo og afar kauðsk framganga RÚV og Stöðvar 2. Þegar þú varst á þessum stöðvum fann ég aldrei fyrir hlutdrægni hjá þér varðandi fréttaflutning. Það sama verður ekki sagt um þessa fjölmiðla í forsetakosningunum. 

Loks held ég að það hafi haft meiri áhrif á Þóru, en talið var að hún gekk með barni og átti barn í kosningabaráttunni. Frammistaða hennar var ekki viðunandi. 

Sigurður Þorsteinsson, 1.10.2012 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband