Að hætta á ,,réttum tíma" !

Aðdáun suðningsmanna Samfylkingarinnar á Jóhönnu Sigurðardóttur hefur aldrei verið meiri. Minnir   á máltækið ,,tvisvar verður sá fenginn sem á steininn sest". Það var enginn sem gat tekið við Samfylkingunni 2009, og þá var Jóhanna dregin á flot, eftir að hún hafði ákveiðið að hætta í pólitík. Í byrjun naut hún trausts nærri 70% þjóðarinnar, en nú eru aðeins um 15% sem treysta sitjandi forsætisráðherra. Aumara getur það vart verið.

Jóhanna er búnin að vera nógu lengi í pólitík, til þess að gera sér grein fyrir að Samfylkingin er á leiðinni í langa hvlíld frá ríkisstjórn. Saman með því að hún er orðin afar þreytt og lúin, hefur hún engan áhuga á horfa á þegar Ísland tekur að rísa að nýju, undir stjórn annarra flokka. Samflokksmenn Jóhönnu tóku bakföll af ánægju. Hrósuðu henni í hástert að þekkja sinn vitjunartíma, sem að vísu var löngu kominn. 

Óleikurinn sem Jóhanna gerir er að hætta þegar kosningabaráttann er hálfnuð. Þá  eiga fylkingar í flokknum eftir að sættast eftir blóðuga baráttu, en á eru kosningar lögu yfirstaðnar. Samfylkingin verður því flokkur sem enginn veit hvað stendur fyrir í sjálfum kosningunum. Áfram sósíalískur flokkur í anda Austur Þýskalands, eða ætlar Samfylkingin að halda að nýju inn á miðjuna. 

Væntanlegir frambjóðendur eru í miklum erfileikum. Ef þeir segjast ætla að koma aftur á lýðræði innan flokksins, eru þeir að gagnrýna sitjandi formann. Stefna á vinnubrögð jafnaðarmanna á Norðurlöndunum, eru þeir jafnframt að staðfesta að Jóhanna hafi verið einræðissinni, sem hafði engar lausnir, og það geta þeir aldrei gert fyrr en Jóhanna er farin frá.

Jóhanna hætti því ekki á réttum tíma, ekki einu sinni núna þegar hún er búin að vera forsætisráðherra. Ef hún hefði hugsað um hag flokksins eða arftaka hennar þar hefði hún stigð til hliðar nú í haust. Hún setti hagsmuni sína í forsæti. Skítt og lagó með Samfylkinguna.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband