Fulltrúi ESB grýttur í Grikkalndi.

Angela Merkel kanslari þurfti að sitja undir því að almenningur í Grikklandi henti öllu lauslegu, steinum, smápeningum og öðru lauslegu að  henni og forsætisráðherra Grikklands þega Merkel kom í heimsókn. Einhverjir klæddust í nasistabúninga.  Var ESB og Evran ekki allra meina bót í Grikklandi? En í Ítalíu, Spáni , Portúgal og Írlandi? Var Evran og ESB þá eftir allt ekki  töfralausnin?

Ferð Merkel til Grikklands verður ekki til þess að almenningur í Þýakalandi vilji frekar að Grikkland verði áfram í ESB. Meirihluti er fyrir því að láta Grikkland róa. Ríkin sunnarlega í álfunni hafa notað ESB eins og margir umgangast ríkiskassann. Í hann sé hægt að ganga og þar sé nóg af að taka. 

Evran leysir ekki málin, það þarf að gera innanlands. Fyrst eftir 10 ár kemur til greina að við gætum tekið upp Evru. Einbeitum okkur að því verkefni að minnka verðbólgu, auka hagvöxt og bæta ríkisfjármálin. Það hefur þessi ríkisstjórn ekki gert.


mbl.is Gjá að myndast hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

grýttur (jó- ý, i-hljóðvarp)

Óttar Felix Hauksson, 10.10.2012 kl. 08:50

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bara það að manneskjan taldi sig geta sagt að hún kæmi sem vinur lýsir hve gjörsamlega út úr kú þessi manneskja er um almenning í þeim löndum sem ESB er að kreista líftóruna úr.  Ég hugsaði þegar ég las fréttina, ef þetta er vinur hver þarf á óvini.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2012 kl. 11:34

3 Smámynd: corvus corax

Adolf Hitler átti sér draum um "Þriðja ríkið". Draumur hans hefur ræst í Evrópusambandinu undir ofríki Þýskalands. Dolli var kannski ekki sá klikkaðasti eftir allt saman ...eða hvað?

corvus corax, 10.10.2012 kl. 11:46

4 Smámynd: Þorsteinn V Sigurðsson

Ég gerði mér ekki grein fyrir að ESB hefði sett Grikkland á hausinn, ég hélt í einfeldni minni að þeir hefðu gert það sjálfir hjálparlaust, svona svipað og við Íslendingar.

Ég hef nú fylgst með þjóðmálum hér í meira en 30 ár Siggi minn og hef heyrt þennan frasa alltof oft:  " Einbeitum okkur að því verkefni að minnka verðbólgu, auka hagvöxt og bæta ríkisfjármálin ".

Þþetta er orðinn í mínum huga einn innhaldslausasti frasi sem stjórnmálamenn bregða fyrir sig á hátíðastundum, en síðan hefur aldrei orðið neitt úr neinu hjá þessum greyjum.

Þorsteinn V Sigurðsson, 11.10.2012 kl. 23:49

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Grikkir fengu að kaupa allt út á krít,hjá Þjóðverjum.Sem forustulandi í Esb. bar þeim að setja hömlur og selja þeim eingöngu nauðsynjar,nema hugsunin hafi verið að ná yfirráðum þar.Vonandi er samt ranghermt að einn björgunarpakkinn,hafi verið skilyrtur;,þeir hafi orðið að verja honum til vopnakaupa.

Helga Kristjánsdóttir, 13.10.2012 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband