Magnús Schram settur út í kuldann!

Þegar skipt er um fólk í stöðum  er það kallað á Samfylkingarheimilinu að setja fólk út , eða í kuldann annars vegar og koma fólki til metorða hins vegar. Nú hefur Oddný G. Harðardóttir samkvæmt þessarri skilgreiningu verið sett á kaldan klaka með því að skipta henni út fyrir Katrínu Júlíusdóttur, fær örlitlar sárarbætur með því að gera hana að þingflokksformanni, en Magnús Orri Schram er settur út í kuldann. Þetta þýðir að Magnús þarf að einbeita sér að halda sér inn á Alþingi. Vinstra liðið vill hann ekki, þá er bara að sjá hversu margir af gamla Alþýðuflokksliðinu eru enn ofanjarðar til þess að Magnús haldist á þingi.
mbl.is Oddný þingflokksformaður á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú ert grínari Sigurður, en ekki góður. Til að vera góður grínari þarf að segja satt. Það er þér fyrirmunað.

Magnús Orri segir í tilkynningu:„Oddný G. Harðardóttir lét af formennsku þingflokksins þegar hún tók við starfi fjármálaráðherra um síðustu áramót. Nú, þegar Katrín Júlíusdóttir snýr til baka úr fæðingarorlofi, er  eðlilegt að Oddný taki að nýju við formennsku í þingflokknum. Það er mér því heiður að stíga úr stóli formanns þingflokksins og um leið skora á Oddnýju að taka aftur við því starfi.  Formennskutíminn hefur verið bæði lærdómsríkur og ánægjulegur og vil ég þakka félögum mínum í þingflokknum fyrir að hafa treyst mér fyrir þessu hlutverki.“

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.10.2012 kl. 20:17

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nú er ég ekki að ná þessu strákar,er ekki Magnús Orri gengin í Bjarta framtíð?

Helga Kristjánsdóttir, 16.10.2012 kl. 01:22

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nei, nei Helga ekki ennþá a.m.k. Það eru mikil sárindi innan Samfylkingarinnar varðandi ,,hreynsanir" í flokknum. Allt sem minnir á Alþýðuflokkinn sáluga skal þurrkað út. Auðvitað vissu allir um litla kærleika milli Jóhönnu og Jón Baldvins, en að Jóhanna vildi eyða öllum áhrifum Alþýðuflokksins og reyndar Kvennalistans hefur komið við marga.

Skilaboðin með því að skipta Magnúsi út og Oddnýju inn, er að Jóhanna vill ekki neina unga jafnaðarmenn til valda í Samfylkingunni, þetta var Magnúsi löngu ljóst og hann berst ekki gegn því sem hann getur ekki breytt. 

Sigurður Þorsteinsson, 16.10.2012 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband