Bankamál

Aðskilnaður viðskiptabanka og fjárfestingabanka er löngu tímabær aðgerð. Hún er reyndar hluti af þeirri hugmyndalegu breytingu sem þarf að fara fram á bankakerfi, landa og heimsins. Í þeim efnum höfum við einfaldlega tínt áttum.  Við erum alin upp við þá ímynd banka, að banki sé traustur, hann á að vera andstæða, áhættu og áhættusækni.  Til að hnykkja á þessari ímynd eru bankar, traustar byggingar með stórum geymsluhvelfingum. Okkur voru sýndar stórar og þungar hurðir, sem lokuð þessum hvelfingum, og geymdu peningana okkar og verðmæti.  Bankamenn voru traustvekjandi vel klætt fólk, fólk sem bauð af sér trúnað og traust. Þannig vildum við hafa umgerðina um peningana okkar.  Þú lagðir peningana þína í bankann, hann sá um allar greiðslur, þú gast fengið lán þegar þú þurftir.   Þú byggðir upp þitt traust í bankanum, sem allir liti á sem verðmæti, bankinn treysti þér og þú treystir bankanum.  Bankinn sá einnig um fyrirtækin, fyrirtækið sem þú vannst hjá. Hvenær breyttist þetta allt saman er stóra spurningin?

 

Það er erfitt að nefna dagsetningu, en eitthvað mikið gerðist á tímabilinu 1995-2000.  Banki var ekki lengur banki, upp risu verðbréfafyrirtæki og til varð hugtakið fjármálastofnun.  Peningar urðu vara, fjárfálastofnanir buðu nú allskonar fjármálaafurðir.  Sá sem var frjóastur í slíkri framleiðslu græddi mest, kúnnarnir streymdu að, með peninga eða til að taka lán. Nýju fjármálastofnanirnar, bjuggu til flókna fjármálagerninga og voru jafnvel með þér í business.

 

Það er óþarfi að rekja þessa sögu en 2008-2009 hrundi þetta kerfi. Hreinsunarstafi er ekki lokið, það er lagt í land. Hreinsunarstafið er bæði huglægt og kerfislegt. Erfiðasti þátturinn er sá huglægi.  Sú uppstokkun sem þarf að fara fram er nefnilega svo umfangsmikil að hana verður að taka í skrefum.  Enginn veit hvað er fyrsta eða besta skrefið. Skrefin verða þó að vera í rétta átt.

 

Einn miklivægt skref er að aðskilja viðskiptabanka og fjáfestingabanka.  Hætta að fela áhættuna inni í einni stofnun, hún þarf að vera sýnileg og öllum ljós.

Úrtöluraddir segja þetta er ekki fyrsta skrefið, þetta skapar dýrara kerfi og óhagræði.  Hlustum ekki á þetta, þetta er skref í rétta átt, það er nóg fyrir mig !!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Þakka þér fyrir þetta innlegg.  Orð í tíma töluð að mínu viti. Þú þekkir þessi mál vel, sem f.v. bankamaður.

Jón Atli Kristjánsson, 12.12.2012 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband