Samfylkingin klofnar í Bjarta framtíð og Þjóðvaka.

Ágreiningur milli Jóns Baldvins og Jóhönnu Sigurðardóttur snérist ekki aðeins um persónulegt hatur, heldur líka staðsetningu í pólitík. Jón Baldvin var hægri sinnaður jafnaðarmaður, en Jóhanna verkalýðssinni, sósíalisti. Þetta fer afar illa saman í flokki, sérstaklega þegar hæfileikann til að vinna saman með málamiðlunum og lagni er ekki fyrir að fara. Því stofnaði Jóhanna Þjóðvaka sem lagðist af þar sem eftirspurn eftir því afli var ekki til staðar hjá þjóðinni.

Í hatrömmu uppgjöri við Jón Baldvin sagði Jóhanna, ,,minn tími mun koma", en þrátt fyrir að hún snéri aftur úr Þjóðvaka, var engin eftirspurn eftir henni hjá Samfylkingunni í formannssætið. Það var aðeins eftir veikindi Ingibjargar og hrunið að Jóhanna fékk tækifærið sem hún nýtti þannig að stuðningsmenn Jóns Baldvins segja nú: ,, Nú sjáið þið, við höfðum rétt fyrir okkur".

Það kom mörgum á óvart þegar Guðmundur Steingrímsson, sonur fyrrum formann Framsóknarflokksins gekk í Samfylkinguna. Hann skrifaði : ,,Hið opinbera á að skapa sem best skilyrði þannig að hið frjálsa og fjölbreytta framtak einstaklinga og samtaka þeirra fái notið sín. Fókusinn á að vera á það".  Þetta passar ekki við viðhorf Jóhönnu, og Guðmundur bauð sig næst fram fyrir Framsóknarflokkinn. Þar passaði hann ekki sem ESB sinni og þá var aðeins ein leið eftir þ.e. hætta eða stofna nýtt stjórnmálaafl. Afl sem tæki til sín gamla Alþýðuflokkinn og ESB sinna úr Framsókn og Sjálfstæðisflokki. 

Guðmundur Steingrímsson hefði aldrei getað orðið formaður Samfylkingarinnar. Sagan hefði verið á móti honum. Átökin innan Samfylkingarinnar eru að harðna. Baráttan snýst um að vera sósíalistaflokkur Þjóðvaka, eða verða jafnaðarmannaflokkur. Miklar líkur eru á að þjóðvaki verði ofaná, og þá mun stór hluti stuðningsmanna Árna Páls ganga til liðs við Bjarta framtíð. Þannig er sonur Steingríms Hermannssonar orðinn formaður Alþýðuflokksins, reyndar undir öðru nafni. 

Það sem eftir verður úr Samfylkingunni, er þá orðið harla líðið Sam...., bara Þjóð... og þegar komnar sterkar raddir um að sameinast þá VG. Nafnið er komið á borðið Þjóðfylkingin, og merkið krepptur hnefi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband