Þegar Íslenska alþýðulýðveldið dó.

Á menntaskólaárum mínum í MH voru mörg okkar harðir sósíalistar. Það voru margir kennararnir líka. Andinn var í loftinu og sumar skoðanir sjálfgefnar, rétt eins og hjá húsmæðrunum í vesturbænum. Nánast allir kennarar héldu sér innan rammans. Álfheiður Ingadóttir var byltingarsinni og hélst því ekki innan neins ramma. Við skýrðum það á þann veg að hún væri dóttir ,,big papa" Inga R. Helgasonar, sem ég sá alltaf fyrir mér akandi um í svörtum bíl, með skyggðum rúðum. ,,Big papa" var sagður sendiherra kommúnismans á Íslandi, vellauðugur með beintenginu í gullkisturnar sem biðu okkar.

Álfheiður var með silfurskeið í munninum, sófa-byltingarsinni, frek, ofdekruð og fremur slakur kennari. Mér fannst hún vera blettur á sósíalismanum, Auðvitað var hún farin miklu lengra austur. Sjálfur var ég heillaður af Maó og bar sjáfur viðurnefnið Maó formaður  í áraraðir. 

Í austur-þýska sendiráðinu var ákveðinn kjarni boðaður. Einn kunningi okkar boðaði átta kröftuga stráka niður í sendiráð. Mér brá þegar þessi tengiliður faðmaði sendiráðsmennina og heilsast var með kossum á kinnar. Okkur var boðið upp á vont kex, vont te en dásamlegt vodka. Okkur var í öðru boði, sagt frá merkum Íslendingum sem hefðu fenið tækifæri að læra í fyrirheitna landinu. Hjörleifur, Svavar og Indriði. Þessi listi var langur af úrvalsmönnum. Allt þetta beið okkar ef.... Í þriðja boði var lagt áherslu á trúnað og öflun upplýsinga. Ég riðaði, vissi ekki hvort það var vodkinn, eða það að mér var skyndilega hugsað til afa míns og ömmu frá Vopnafirði sem trúðu á Ísland, getu okkar, réttlæri og heiðarleika. Ég lofaði sjálfum mér því að skoða málið, en kom aldrei aftur með félögum mínum í sendiráðið.  Ég gekk alltaf í stóran hring fram hjá húsaröðinni í mörg ár.

Í millitíðinni lét Jón Hnefill Aðalsteinsson okkur lesa Frelsið eftir John Stuart Mill.  Ég var alveg grunlaus því Jón var kvæntur einum af mínum uppáhaldsrithöfundum,  Svövu Jakobsdóttur. Ég byrjaði að lesa seint á föstudegi og las fram á laugardagsmorgun. Þá vaknaði ég nýr maður, hafði þurft að spyrja mig gagnrýninna spurninga. Kötturinn minn hafði ekki komist út, og hann hafði gert þarfir sínar í stofunni. Í þann mund sem ég tók skítinn upp, datt laufblað á blómi og sveif niður og tók það með. Ég fór út í garð og jarðaði það, ásamt táknmyndinni um íslenska alþýðulýðveldið. 

Forríka, ofdekraða kommúnistastelpan hefur lítið lært. Ennþá hliðrar hún sannleikanum ef með þarf. Nú til þess að koma í veg fyrir að vera dregin fyrir dóm. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Hefðir átt að sjá skeifuna á henni við kennslu í MR....

Guðmundur Böðvarsson, 15.3.2013 kl. 10:18

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Guðmundur hvort ég man , hatrið togaði munnvikin niður.

Sigurður Þorsteinsson, 15.3.2013 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband