Fyrrum formenn til vandræða.

Eitt af því sem gagnrýnt var í aðdraganda hrunsins var flokksræðið. Að lýðræði innan stjórnmalaflokkana væri afar dapurt. Sjálfsagt talsvert til í þeirri gagnrýni. Svo kemur vinstri stjórnin. Nú á allt að vara svo opið og lýðæðislegt, en það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Styrkur Jóhönnu var fyrst og fremst dugnaðurinn og heiðarleikinn. Gallar hennar voru að hún átti alltaf erfitt með að vinna í hóp þar sem þyrfti að taka tillit til mismunandi skoðana. Það hefur alltaf verið henni um megn. Þess vegna tapaði hún fyrir Jóni Baldvini  sem sannarlega var ekki gallalaus eins og síðar kom í ljós. Jón var snjall, orðheppinn og fyrir mjög margt athyglisverður, en óregla hans og lauslæti voru honum að falli. Engum datt Jóhanna í hug, nema eftir að Ingibjörg veiktist. Össur var búið að prófa, en sennilega hefði  hann orðið heppilegasti kosturinn. Við tók algjört einræði og kúgun. Allir skyldu hlýða, með góðu eða illu. Þingmenn samfylkingaunnar samþykktu allir Svavarssamninginn sem meira að  segja Jóhanna játaði síðar að betra hefði verið að fagmenn hefðu verið teknir að samningagerðinni. Árni Páll hefur líka viðurkennt að um alvarleg mistök og klúður  hafi verið að ræða. Minnist ekki að nokkur þingmaður samfylkingarinnar hafi beðið þjóðina afsökunar, þrátt fyrir að samningurinn hefði endanlega sett þjóðina á hausinn.

Auðvitað varð Jóhanna að hætta og þá gat hún valið um það að velja hag samfylkingarinnar eða velja sinn hag. Hún valdi að sjálfsögðu síðari kostinn. Ef hún hefði boðað til landsfundar s.l. haust hefði nýjum formanni gefist rúm til þess að undirbúa næstu kosningar. Nei, nýr formaður mátti  ekki skyggja á ,,ofurmennið" Jóhönnu Sigurðardóttur. Þegar frambjóðandi Jóhönnu Guðbjartur Hannesson fremur harakíri, með því að ætla að hækka laun forstjóra Landspítalans en en ekki starfsfólk Landspítalans sem af dugnaðiog elju, og fórfýsi hefur barist fyrir það halda uppi góðu þjónustustigi fyrir landsmenn, var Árni Páll  sem Jóhanna hataði eins og pestina kjörin nýr formaður samfylkingarinnar. Árni Páll hefur rétt eins og Guðbjartur margt fram að færa, en þarf að sitja undir því eftir að hafa verið að vera kjörinn að fyrrum formaður  og núverandi forstæisráðherra sýnir honum ítrakað vanvirðingu og mótþróa. Það er erfitt að taka við flokki við þessar aðstæður og ósanngjörn gagnrýni sem Árni Páll hefur fengið vegna þess. 

Steingrímur Sigfússon ætlaði að sjálfsögðu að halda áfram sem formaður VG. Ráðamenn og grasrótin var hins vegar búin að fá sig fullsadda á loddaraskapnum. Játa að persónulega hafði ég trú á Steingrími fyrir hrun  og í hruninu og þótti það sjálfsagt mál að hann kæmi inn í ríkisstjórn. Það tók Ingibjörg Sólrún ekki í mál. Það skildi ég ekki fyrr en ég las frábæra bók  heilindarmanneskjunnar Margrétar Frímannsdóttur. Þá skildi ég betur pörupiltana Steingrím Sigfússon, Svavar Gestsson og Indriðaa Þorláksson. Þrátt fyrir að VG fengi til sín afburðafólk eins og Atla Gíslason, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur og Ásmund Einar Daðason, þá varð þeirra starskrafta ekki óskað. Annað hvort myndu þau hlíða í anda lýðræðis Austur þýska kommúnistaflokksins eða hypja sig sem þau og gerðu. Þessir þingmenn rétt eins og Ögmundur Jónassson og Jón Bjarnason neiðuðu að samþykkja Svavarssasminginn. Þegar líða tók á þingið vissu æ fleiri að tími Steingríms var liðinn, best flokksmenn VG. Það þurfit hins vegar meira til en að flokkseppi Steingríms yrði kolfelldur í prófköri flokksins í Reykjavík. Í lokin var Steingrími stilltu upp við vegg og hann tilkynnti að honum væri ekki lengur vært í formannssólnum, þó að hann hafði sett það í málskrúð sem nothæft er í grínþætti. Við tók afar greind, en því miður flokksholl ung kona Katrín Jakobsdóttir. Hún var ekki fyrr tekið við fyrr en Steingrímur stakk hana í bakið með því að plotta fyrir því að umsóknin að ESB yrði ekki dregin til baka.Svo gerði hann Björn Val Gíslasonað varaformanni. Eitthvað sem VG þrufti síst á að halda.

 Bæði Katrín og Árni Páll verða að sætta sig við það að flokkar þeirra munu bera afhroð í nætu kosningum. Bæði þurfa að sætta sigvið að meira að segja á lokametrunum bregaða þau Jóhanna og Steingrímur fyrir þau fæti. Það er ekki úr vegi að horfa á  síðasta útspil Steingríms Sigfússonar sem ere eitt það aumasta sem nokkur  stjórnmálamaður hefur verið staðinn að fyrr og síðar. Orðið pathetic sem Steingrímur valdi á Alþingi passar honum vel, sem á þýða má sem lítilmótlegt eða hugsanlega fremur skítlegt í hans tilfelli. Nafnorðið gæti  orðið skítseyði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og VG og Samfylkingin eigi ekki við næg vandamál að stríða, þó að þau Jóhanna og Steingrímur séu ekki að þvælast fyrir. Heyrði þá tillögu að ,,gamla settið" færi út til Kína til þess að klára viðskiptasamninginn. Búið væri að semja við Kínversk stjórnvöld að  þau yrðu síðan áfram úti í sýningaferð, þar til eftir kosningar. Þannig myndu þau ekki valda meiri skaða en nú þegar er orðinn.

Ég er með breytingatillögu. Þau verði áfram úti í alveg óákveðinn tíma

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 1.4.2013 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband