6.4.2013 | 07:10
Jón Ásgeir í rusli!
Það vekur ekki mikla athygli hérlendis að einn sá aðili sem rannsóknarnefnd Alþingis metur að eiga hvað mesta aðilda að efnahagshruninu, Jón Ásgeir Jóhannesson, er afhent stóran hluta af fjölmiðlum landsins án útboðs.
Í fyrrakvöld hafði samband við ung kona sem var að skrifa um þetta ritgerð í Háskólanum. Henni blöskraði og sagði : ,,Þetta er bara vændi". Ég áminnti hana fyrir orðbragðið og lagði til nokkur önnur fágaðri orð eins og sóðaskapur, án árangurs.
Svo ,,seldi" Jón Ásgeir sóðapésann DV út úr 365 og en var það gert meira en á ,,pappírum" ? DV var ætlað ákveðið ,,sóðahlutverk". Snepill sem er ætlað að ,,taka menn niður" svo notuð séu orð riststjórans, getur skaðað aðra fjölmiða ef þeir eru á sama eignahaldi. Þegar menn sína þá ósvífni að vilja ekki lúta vilja útrásarvíkingsins fyrir 300 milljónir,þá skal hefna. Valdir voru ákveðnir menn og þeir teknir niður. Davíð Oddsson, Gunnar Birgisson ... Á kjörtímabilinu skilst mér að búið sé að skrifa milli 500 og 600 níðgreinar um núverandi formann Sjálfstæðisflokkinn. Við getum sett okkur í hans spor. Ekki Bjarna vegna, heldur t.d. barnanna og aðstandanda. Það fer því nærri að það komi níð um Bjarna í öðru hverju blaði DV á kjörtímabilinu.
Svo hrekkur Jón Ásgeir upp við þann vonda draum að Framsóknarflokkurinn er að taka við. Það var nú aldrei ætlunin. Bara alls ekki. Ástarsambandi var milli Jóns og samfylkingarinnar. Trúlofunin var upp í Borgarnesi hér um árið, en samfylkingin er bara eins og krakki sem hefur fengið allt upp í hendurnar. Lúið, leitt og feitt. samfylkingin er að hverfa. Nú verða það níðgreinar um Framsóknarflokkinn og menn innan hans fram að kosningum.
Fyrir nokkrum vikum hvar hringt í mig að kvöldlagi og ég spurður hvort ekki mætti gera mér tilboð sem ég get ekki hafnað.
,,Ég hlusta" svaraði ég.
,,Þú færð DV frítt í þrjá mánuði, en borgar síðan næstu þrjá með kreditkortinu þínu"
,, Ég tek þessu tilboði, ef DV getur uppfyllt eina ósk mína"
Fann hvernig sölumaðurinn tók kipp af ánægju, fiskur kominn á stöngina. Honum hefur örugglega oft verið hafnað eða skellt á hann.
,,Já alveg örugglega getum við orðið við ósk þinni"
,, Ef hægt er að prenta blaðið úr mun mýkra efni, þá tek ég tilboðinu" sagði ég.
Það var fyrst vandræðalag þögn í símann, og síðan allnokkru síðar var síminn lagður á, án þess að kveðja.
Það er mín spá að DV lifi aðeins í nokkrar vikur eftir kosningar og þá verður sturtað niður.
DV mun ekki fjalla um þá dóma sem Jón Ásgeir mun fá og hann mun ekki fá að lesa DV í betrunarvistinni á komandi árum.
,,
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10
Athugasemdir
sæll Sigurður, þetta er fínt, fíflin fatta það ekki að þegar þau fara að skrifa níð um andstæðinga sína þá virkar það þveröfugt á okkur kjósendur.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 10:22
Heill og sæll þú hefur rétt fyrir þér að Jón Ásgeir og hirðin hans héldu að með því að ,,taka niður" Bjarna Ben, Davíð Odds og Gunnar Birgisson og fleiri ágætismenn, myndi það gagnast samfylkingunni. Þeir hafa haft rangt fyrir sér. Því miður er það svo að ef einhverjir níða þig, þá munu hluta af þínum vinahóp yfirgefa þig. Þínir bestu vinir munu hins vegar standa eins og klettar með þér. Þannig er það einnig innan Sjálfstæðisflokksins. Einhverjir eru ,,kellingar" . Þegar ég spyr t.d. hvað gerði t.d. Bjarni af sér í svokölluðu vafningsmáli. Hef aldrei hitt mann sem getur sagt mér um eitthvað saknæmt, ekki einu sinni siðferðilega rangt. Það sem þeim finnst óþægilegt er að það sé sóðaleg umræða. Við megum hins vegar ekki vera of dómharðir. Bjóðum vini okkar aftur heim, þó þeim hafi skjátlast. Það gerum við jú öll, einhvern tíma.
Sigurður Þorsteinsson, 6.4.2013 kl. 13:08
Virkilega góður pistill.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.4.2013 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.