10.4.2013 | 23:16
Viðskiptablaðið gengur til liðs við DV
Útrásarvíkingarnir eru ekki ánægðir með Bjarna Benediktsson sem formann í Sjálfstæðisflokknum. Hreinlega hata það. Ástæðan er líklega sú að þeir telja sig ekki geta stjórnað Bjarna Benediktssyni. Fjölmiðlar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hafa lagt Bjarna í einelti. Sennilega telja þeir að Bjarni muni koma á svipuðum fjölmiðlalögum og á hinum Norðurlöndunum. Aðrir útrásarvíkingar tengdir bankastjórnum og byggingarvöruverslunum með misjafnt orðspor, vilja ,,sitt frelsi"
Það er athyglisvert að þegar hin frambærilega Hanna Birna Kristjánsdóttir settist í stól varaformanns Sjálfstæðisflokksins var fylgið nálægt 40% síðan hafur það minnkað umtalsvert. Mikilvægt er að gefa Hönnu Birnu tækifæri að sanna sig áður en einhver annar kandídat er látinn leysa hana af.
Það er eins í hópíþróttum og í pólitík. Sá sem ekki kann að vera í liðinu, er ekki hæfur til þess að verða fyrirliði.
Með sama áframhaldi verður mikilvægt að Viðskiptablaðið verði prentað úr mýkra efni ef það ætlar að halda markaðshlutdeild sinni.
Fylgið myndi aukast ef Hanna Birna væri formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Þett er líklega rétt greining,þú hlýtur að hafa þetta úr stjórn þinni á fótboltaliðunum,þar sem þarf að greina liðsmenn sína og einnig andstæðingana.
Helga Kristjánsdóttir, 10.4.2013 kl. 23:28
Nokkuð til í því Helga. Með reynslunni fór maður að þekkja einkennin. Gerði það t.d. í allnokkur ár að láta leikmennina velja fyrirliða. Þá kom það fyrir í 2-3 skipti að sá sem lenti í öðru sæti sætti sig ekki við valið og fóru jafnvel að vinna gegn gengi liðsins. Setja sinn hag ofar hag liðsheildarinnar. Gerði þau mistök í upphafi ferils míns að sýna svona liði umburðarlyndi. Það fór í bakið á mér. Síðar tók ég af svona ,,úrkynjun" af hörku, og mér til mikillar undrunar var innihald þeirra rýrt.
Sigurður Þorsteinsson, 10.4.2013 kl. 23:41
auðvitað eru allir fjölmiðlar, aðrir en mbl vondir við ykkur. en ég er sammála að skipta um formann núna breyting sennilega engu. flokkurinn þarf að breytast
Rafn Guðmundsson, 11.4.2013 kl. 00:01
Rafn nú veit ég ekki hvaða fjölmiðar eru á móti ykkur samfylkingarfólki, enda skiptir það litlu máli. Innan flokksins skilst mér að Guðbjartur Hannesson hefði fengið 70% atkvæða, ef ekki hefðu komið til þessi herfilegu mistök hans vegna launamála forstjóra landspítalans. Þess vegna vann Árni. Með Jóhönnu á bakinu er þetta mjög erfitt fyrir hann, og 60-70% fylgisins farið. Mér skilst að gerð hafi verið könnun um formanninn en í stað Guðbjartar þá kom Snati í hans stað. Snati fékk 65% en Árni 35%. Könnunin var ekki birt þar sem Snati gat ekki gefið upp föðurnafn sitt.
Svipuð vandamál eru í öðrum flokkum. Þetta er annað hvort tíska, eða félagslegt þroskaleysi.
Sigurður Þorsteinsson, 11.4.2013 kl. 00:49
ekki veit ég frekar hvaða fjölmiðlar eru á móti samfylkingarfólki. og ég kannast ekki við að "Fjölmiðlar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar" séu á móti bb.
Rafn Guðmundsson, 11.4.2013 kl. 00:58
Sérð ekki, heyrir ekki og skilur ekki. Passaðu upp á bananahýðið
Sigurður Þorsteinsson, 11.4.2013 kl. 05:31
Áhugaverð nálgun þetta með Hönnu Birnu. Stjórnmál eiga að snúast um stefnu og svo eru valdir einstaklingar til að framfylgja þessari stefnu. Stefna Sjálfstæðisflokksins í þessum kosningum var mótuð með lýðræðislegum hætti af 1200 fulltrúum af öllu landinu. Bjarni og Hanna Birna voru kosin, bæði góðri kosningu, til að framfylgja þessari stefnu. Þau fengu fullt og óskorað umboð til að vinna sitt verk, og það eiga þau að gera.
Allt tal um breytingar nú er frá andstæðingum flokksins komið. Þeir stuðningsmenn flokksins sem leggjast á þessa sveif, ættu að skoða staðreyndir, og ekki fara á taugum þó að blási á móti, nú um stundir.
Jón Atli Kristjánsson, 11.4.2013 kl. 09:11
Hvernig dettur þér í hug nafni að Bjarni Ben sé líklegur til að ráðast gegn útrásarvíkinunum? Hann er ekkert skárri sjáfur!
Sigurður Haraldsson, 12.4.2013 kl. 21:57
Nafni líður þér eitthvað ílla. Í rannsóknarskýrslu Alþingis eru útrásarvíkingarnir taldir bera sök á mjög alvarlegum hlutum, saknæmum. Ég veit ekki til þess að Bjarni hafi brotið nein lög. Rugludallar koma þá oft fram og segja að það séu siðferðileg brot. Hef einu sinni tekið þatt í umræðum um slík mál sem fjármálaráðgjafi með lögmönnum og slíkr rugludallar fara mjög fljott í þrot. Yfirlýsingar þínar benda frekar til annara vandamála. Ef við förum í kenningar í sálarfræðinni t.d. Freud þá myndi hann leita í vandamálum í kynlífinu. Hef engan áhgua á að fjalla um slíkt hér á síðunni. Svo við skulum alveg hafa þetta gott eins og ég skaut að þer á síðunni þinni.
Sigurður Þorsteinsson, 13.4.2013 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.