18.4.2013 | 00:03
Yfirmenn RÚV krefjast uppstokkunar á stofnunni!
Í dag var ég staddur í Háskólanum á Akureyri. Hé var á þeriri ráðstefnu sem ég var á og opið var inn í sal þar sem Dr. Grétar Þór Eyþórsson prófessor var að fara yfir kosningaspár og reyna að draga ályktanir um líkleg úrslit í næstu kosningum. Mjög áhugavert þó ég dragi sumar niðurstöðurnar í efa. Grétar spáði kosningaúrslitum nærri þeim kosningaspám sem hafa verið að undanförnu. Vissulega hafði hann ákveðna varnagla. Minnist frábærra kennslustunda hjá Ólafi Ragnari á sínum tíma, þá tókum við nemendur virkan þátt og sögðum skoðanir okkar. Nokkuð sem ég var ekki var við í kennslustundinni í dag.
Hann vakti athygli á á skerandi mismun á spám Gallup og MMR annars vegar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins hins vegar og notaði lýsingu eins og töluleiki að mig minnir. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins fékk Framsóknarflokkurinn um 39% og Sjálfstæðisflokkurinn 17,5%. Með það í huga að skoðanakannanir hafa áhrif á fylgi var þessi könnun afar óvenjuleg þo ekki sé dýpra í árinna tekið.
RÚV gerði þessari könnun afar vel skil og fékk ,,sérfæðing" til þess að túlka niðurstöðuna. .
Síðar í dag kemur síðan næsta könnun Stöðvar 2 og Fretablaðsins. Þá er Framsóknarflokkunin að missa umtalsvert fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt um 50%. Þar sem ég hef áður gagnrýnt RÚV fyrir hlutdrægni var ég nánast sannfærður um að RÚV tæki málið ekki upp. Beið spenntur eftir kvöldfréttunum. Mikið rétt... ekki neitt.
Yfirmenn RÚV eru ítrekað að koma þeim skilaboðum á framfæri að strax eftir kosningar fari fram uppstokkun á RÚV og það er full ástæða að taka þá kröfu alvarlega. Fréttastjóri og útvarpstjóri hljóta að taka pokann sinn, auk nokkurra óhæfra starfsmanna. Það er nóg af vel menntuðu og hæfu fjölmiðlafólki sem vill standa sig í starfi og hefur þroska til þess að sýna hlutleysi.
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Er ekki rétt að hætta þessum leynilegu kosningum, og gera alþingiskosningar opinberar, þar sem ekki er hægt að svindla á bak við tjöldin?
Baktjaldablekkingar og falsaðar talninganiðurstöður hafa viðgengist í úrslitum alþingiskosninga hingað til?
Þeir lenda í vandræðum sem eiga að "telja" atkvæðin í alþingiskosningunum, því englavaktin mun sjá myrkraverkin, þótt sú vakt hafi ekki beinlínis stuðning vísinda-talningastjóranna "sannkristnu"!
Nú reynir á heiðarleika þeirra sem gefa sig í að telja atkvæðin á bak við tjöldin. Sannleikurinn kemur fram að lokum, og hollt fyrir svika-talningarliðið að hafa það í huga við myrkraverkin svikulu!
Það er ýmislegt mögulegt, sem svikatalninga-fólkið veit ekki um! Það yrði nú vandræðalegt að verða opinberaður sem svikatalningar-meistari klíkunnar!
Heiðarleikinn er og verður alltaf verðmætasta veganestið!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.4.2013 kl. 01:58
Hel og sæl Anna Sigríður. Það þarf a.m.k. að vera einhver nefnd sem setur lágmarkskröfur um framkvæmd skoðanakannana. Þannig geti Jón Ásgeir ekki leikið sér með tölur að vild. A leiðinn heim hlustaði ég á Jónu Valgerði Kristjánsdóttur formann Landsambands eldri borgara. Í máli hennar kom fram að t.d. MMR talar ekki við íbúa í könnunum 67 ára og eldri. Þeir eru ekki hafðir með! Ólafur Þór Gylfason framkvæmdastjóri MMR svaraði af hroka og vísaði þeim rökum Jónu Valgerðar að eldra fólk væri staðfastara í skoðunum en það yngra á bug. Nú á ég börn og veit að mín börn eru ekki eins staðfölt 18 ára og eldra fólk. Hafandi verið með nemendur síðastliðinn á öllum aldri en ekki síður yngra fólk, þá lifir þessi Ólaur Þór Gylfason í einhverjum eigin heimi. Hann sagði að enginn borgaði fyrir skoðanakannarnir hans, ég trúi ekki. Hver?
Samkvæmt könnunum ætlar mikið af yngra fólki að kjósa þessa Píata. Hvaða eldra fólki, eða nokkru þroskuðu fólki detti það í hug? Hefur það engin áhrif. Í stað þess að biðja Jónu Valgerði Kristjánsdóttir og alla eldri borgara afsökunar, varð Ólafur Þór Gylfason sér að fífli og virðingarfelldi fyrirtæki sitt MMR.
Sigurður Þorsteinsson, 18.4.2013 kl. 06:32
Þar sem ég er orðinn 67 ára get ég ekki lagt marktæk orð í belg.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.4.2013 kl. 09:53
Sigurður Þorsteinsson, 18.4.2013 kl. 13:22
Þar sem ég er ekki enn orðin 67 ára sting ég upp á því að RÚV verði lokað um stundarsakir á meðan starfsemin verði endurskipulögð - og á þann hátt að notendagjöld standi undir rekstrinum en ekki skattlagning músa og manna. !!
Kolbrún Hilmars, 18.4.2013 kl. 17:42
Kolbrún það gæti orðið til þess að gagnrýn hugsun tæki sér bólfestu í yfirmönnum stofnarinnar, sem getur verið mjög gagnlegt.
Sigurður Þorsteinsson, 19.4.2013 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.