Allt gert fyrr peninginn

Við sem höfum búið erlendis t.d.  í Bretlandi eða Þýskalandi verðum stundum sorgmædd þegar íslenskir fjölmiðlamenn minna okkur á að peningaleysi innlendra fjölmiðla, gerir það að verkum að gæðakröfurnar verða litlar sem  engar. RÚV hefur sýnt okkur hversu langt slíkt getur gengið, en fjölmiðlar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sökkva enn dýpra i sínum lágpunktum. 

 

Það aumasta í langan tíma er viðtal sem Lóa Pind Aldísardóttir átti við forsætisráðherra Sigmund Davíð Gunnlaugsson,  um skuldaleiðréttingu heimilanna. Forsætisráðherra ber ábyrgð á stefnumótunarþætti þessara leiðréttinga og því gat viðtalið orðið afar áhugavert. Lóa Pind kom undirbúin, en bara ekki með eina einustu spurningu sem varðar stefnumótun. Heldur virðist svo sem hún  hafi haldið að Sigmundur Davíð sjái um útreikninga á einstökum umsóknum. Eða það sem verra er að tilgangur viðtalsins væri að taka forsætisráðherra niður, málefnið skipti ekki nokkru máli. Þeir sem ekki hafa séð til til Lóu Pindar gætu haldið að hér sé um alvarlega vanþekkingu fjölmiðlakonunnar sé að ræða, en þeir sem hafa séð hana áður gera sér grein fyrir að svo er alls ekki, heldur er líklegra að hún hafi viljað sýna eiganda fjölmiðlasamsteypunnar hvað hann getur fengið fyrir peninginn. Allt. Aumara getur það nú vart verið.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það virðist orðið ljóst að öll fréttaviðtöl við Sigmund Davíð fá mann til að sitja uppi með aulahroll og enga niðurstöðu.

Þórir Kjartansson, 2.4.2014 kl. 08:19

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þórir ég hef nú bara hlustað á tvö viðtöl, en hitt var við Gísla Martein, þar sem Gísli var afar illa fyrir kallaður. Við eigum líka afar góða fjölmiðlamenn sem ættu að geta tekið góð viðtöl við Sigmund Davíð eins og aðra

Sigurður Þorsteinsson, 2.4.2014 kl. 12:35

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fréttastofa Jóns Ásgeirs fær víðast hvar lélega einkunn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.4.2014 kl. 15:51

4 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

SUMIR  GETA SNÚIÐ ÖLLU VIÐ- EÐA ÞANNIG ...

Erla Magna Alexandersdóttir, 2.4.2014 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband