Tvö stæstu baráttumál samfylkingarinnar fundin!

svín

 

 

 

 

 

 

 

Það hefur verið mikil tilvistarkreppa í samfylkingunni frá því að Kvennalistinn, Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið ákváðu að sameinast. Þessi sameining dugði að vísu aðeins í örfáar mínútur og þá var samfylkingin farin að molna í frumeindir sínar. Alþýðuflokkurinn kunni ekki að meta Kvennalistakerlingarnar og kommúnistarnir í Alþýðubandalaginu ætluðu sér ekki að verða jafnaðarmenn. Hver höndin hefur verið á móti annarri og nú heita brotin og brotabrotin hinum ýmsu nöfnum. Það sem eftir er af samfylkingunni veit ekkert fyrir hvað þeir standa, hvert þeir stefna eða hver baráttumálin ættu að verða. Einhverjum snillingnum, sennilega almannatengli datt í hug að finna tvö mál sem restin gat verið sátt um. 

1. Að mótmæla núverandi framkvæmd við að gelda svín og kenna bændum og  Framsóknarflokknum um.

og 2. Að verða aðalbaráttuafl fyrir múslima hérlendis - og kenna Framsóknarflokknum  og kristnu fólki um andstöðu við múslima að vilja ekki stuðla að þeir geti komið sér upp glæsilegri aðstöðu og kalla alla þá sem hafa eitthvað út á slík að setja fasista og þá sérstaklega Framsóknarmenn sem samfylkingunni er sérlega í nöp við. (Aumingja Framsóknarmennirnir eru að verða að einskonar gyðingum nútímans). 

Þetta hefur fallið í góðan jarðveg bæði meðal þeirra fáu stuðningsmanna sem enn styðja samfylkinguna og þó sérstaklega fulltrúum flokksins í fjölmiðlaheiminum sem nánast  fjalla ekki um neitt annað en baráttumálin tvö.

Nú er bara að sjá hvort þessi baráttumál, og hatrið,  hristi þetta lið saman, það er að segja þá fáu sem eftir eru í flokknum. 

 

Brúðkaup

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband