Trúnaðarbrotið

Margar stéttir eru bundnar trúnaði í starfi sínu. Í mörgum tilfellum er um algjört grundvallaratriði að fólk geti treyst því að trúnaður sé virtur.  Tökum dæmi heilbrigðiskerfið. Þangað leitar fólk, og verður að treysta því að með þær upplýsingar sé farið sem trúnaðarmál. Segjum svo að Þórhildur Sunna leiti til geðlæknis. Alveg örugglega hafa alþingismenn í gegnum tíðina þurft að leita til geðlæknis, rétt eins og aðrar stéttir. Segjum svo að viðkomandi geðlæknir væri pólitískur andstæðingur Þórhildar Sunnu og hann hafi þá skoðun að það væri mikilvægt út fá almenningshagsmunum að fólk fengi að vita af hverju Þórhildur hegðar sér eins og alþjóð þekkir. Má hann þá birta upplýsingar um Þorhildi Sunnu. Alls ekki. Ég myndi verja rétt Þórhildar til trúnaðar alveg til jafns við aðra þjóðfélagsþegna. Alveg sama hvað mér þykir um skoðanir hennar, áherslur eða hegðun. Brot á þagnarskyldu getur  bara þýtt eitt. Viðkomandi lækni yrði umsvifalaust vísað úr starfi. Það sama gildir um mál Þórhildar Sunnu.  Í  ljósi þess að Þórhildur  er lögfræðimenntuð má henni vera fullljóst trúnaðargrot hennar mun hafa afleiðingar. Sennilega langar Þórhildi ekki lengur að vinna á Alþingi, eða hún hefur fengið áhugavert atvinnutilboð. Þá hefði verið hreinlegra að óska leyfis að fá að stíga til hliðar. Held að sjúkleg athyglisþörf hennar ráði vali hennar á útgönguleiðinni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þórhildur Sunnar er ófyrirleitin.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.7.2023 kl. 10:30

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Við sem höfum verið í kennslu, þekkum vel baráttuna gegn eineltinu. Það er ekki alltaf auðvelt að greina það. Þó oftast sé það augljóst, ef við erum höfum vakandi augu. Svo gerist það sá sem kvartar er sjálfur hinn versti ofbeldisseggur. Minnist þess í gagnfræðaskóla að ný stelpa byrjaði í bekknum. Hún var áberandi mikil.  Henni var vel tekið í byrjun, en svo fóru að koma til ágreinings milli hennar og nokkurra í bekknum. Smá saman fækkaði vinum hennar bæði meðal stelpnanna og strákanna. Örugglega voru engar eineltisáætlanir í þá tíma. Hún var aldrei í mínum vinahóp, en í tíma var hún oft gjammandi og iðulega greip hún frammí fyrir öðrum þegar þau voru að tala. Mér fannst hún fyrst og fremst leiðinleg. Einn daginn kemur aðstoðarskólastjórinn inn í kennslustofuna og ljóst að með henni að með henni komu foreldrar hennar. Vaxtalagið hafði færst á milli kynslóða. Aðstoðarskólastjórinn hélt hörku ræðu, þar sem hann skammaði okkur, fyrir að taka svona illa á móti nýjum nemenda í skólann og í samfélagið. Við vorum eins og lamdir rakkar og aðstoðarskólastjórinn spurði okkur hvort við ætluðum ekki að breyta framkomu okkar. Þá rétti einn strákurinn sonur uppeldisfræðings upp höndina og sagði. ,,Mér er alveg sama hvað aðrir gera, en ef hún klípur mig einu sinni aftur í punginn á mér, mun fá spark í rassinn frá mér" Einhver veginn leystist fundurinn upp og skólasystir okkar skipti um skóla og líka um samfélag. Við heyrðum seinna að við hefðum verið afskaplega vond við hana. Seinna var talað um þetta í fyrsta skipti sem ég heyrði orðið einelti. Veit ekki af hverju þessi minning kemur upp í hugann, stundum þegar Þórhildur Sunna fer á kostum. Jú, ófyrirleitin, er líklega rétta orðið. 

Sigurður Þorsteinsson, 11.7.2023 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband