Á afturlöppunun?

Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi kom í Sprengisand s.l. sunnudag og talaði hreint út. Fór yfir Lindarhvolsmálið á skýran og skilmerkilegan hátt.  Trúnaðarleki á vinnuskjali á Alþingi getur bara þýtt, að lekadýrið verður án efa dregið fyrir dóm, en getur ekki bara sagt af sér. Hrokinn í Þórhildi Sunnu er hins vegar það mikill að hún mun ekki hætta sjálfviljug. Í einhverjum ríkjum yrði hún hengd upp á afturlöppunum öðrum til viðvörunar. Það á örugglega ekki eftir að gerast hér. Duglegt spark í afturendann verður örugglega látið duga, þegar henni verður hent út. Björn Levý mun örugglega gera eitthvað af sér þannig að hann fái að fjúka líka. Það verður áhugavert að fylgjast með hvernig almenningur tekur á populistunum sem ætluðu að nota þetta mál sér til framdráttar. Það er auðvitað ekkert lögbrot að blaðra og bulla. Það ætti hins vegar að halda því til haga. Nú er sumar og Alþingismenn fara að komast í berjamó. Svo kemur haustið og krakkarnir fara í skólann að nýju. Fá skólatösku. Píratar munu eflaust berjast fyrir því að þeir seku fái ekki starfslokasamning, heldur bara atvinnuleysisbætur. Einhverjir Alþingismenn fá örugglega að taka pokann sinn strax þegar Alþingi kemur saman að nýju. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Greiddur uppsagnarfrestur er ómissandi ákvæði ákvæði kjarasamnings.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.7.2023 kl. 06:25

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heimir nú er ég þér algjörlega sammála, en í populismanum þykir fínt t.d. að ráðast að Birnu Einarsdóttur sem að sjálfsögðu er með samning ef hún þarf að segja af sér eða er sagt upp og á að fá greitt samkvæmt því. Nú þegar Þorhildur Sunna verður látinn með góðu eða illu látin hætta, þ.e. verður sparkað, þá á hún rétt á starfslokauppgjöri, en þar sem Pirtatar eru með aðrar skoðanir á því hvort einstaklingar eigi að njóta þessara réttinda, þá munu þau að sjálfsögðu afsala sér þessum réttindum. Eða.... 

Sigurður Þorsteinsson, 25.7.2023 kl. 22:31

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þórhildur Sunna hefur gerst sek um að brjóta þingskaparlög og ætti að sæta áminngar amk ef ekki brottrekstrar. Að sjálfsögðu ætti hún þá að njóta starfslokauppgjörs eins og aðrir. Í þessu sambandi má minna á að Svandís Gestsdóttir er ekki skárri með sitt ofríki og lögbrot sem hún hefur hlotið dóm fyrir ef ég man rétt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.7.2023 kl. 05:53

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heimir auðvitað verður Þórhildur Sunna látin segja af sér. Hún er ekkert heimsk, en skortir dómgreind. Þegar þing kemur samanmun hún segja af sér sjálfviljug eða þvinguð til þess. Nú ber ég ekkert sérlega mikla virðingu fyrir greind Þórhildar en það er betra fyrir hana að segja af sér en að vera neydd til þess. Hún mun velja fyrri kostinn, þó vanmáttarkennd hennar muni berjast geng því. 

Sigurður Þorsteinsson, 4.8.2023 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband