12.5.2024 | 10:14
Lækka stýrivextirnir?
Það má reikna með að stýrivextirnir fari að lækka fljótlega. Það eru þó því miður nokkur ljón í veginum. Stærsta hindrunin er að opinberir starfsmenn eiga eftir að semja og þar hafa komið fram hótanir. Samningarnir fela í sér kjarabót fyrir alla, en þá koma fram fulltrúar úr opinbera geiranum og vilja fá meira. Þeir sem fyrst og fremst þyrftu að fá meira er unga fólkið okkar, öryrkjar og eldri borgarar, ásamt hópum meðal bænda og listageiranum. Fulltrúar frá opinbera geiranum hafa sýnt tennurnar, og þar eru fulltrúar úr órólegu deild Samfylkingarinnar. Á meðan ekki er búið að semja eykst þrýstingurinn á áhyggjur um launaskrið og þar með aukna verðbólgu. Önnur hættumerki er hækkandi lóðaverð hjá sveitarfélögunum. Það er bara ávísun á hækkun á húsnæðisverði, og var ekki á bætandi. Lykilatriði er að stærsta sveitarfélagið Reykjavík fari að sýna ábyrgð með að bjóða upp á aðrar lausnir en þéttingu byggðar, og bjóða upp á ódýrari lóðir á nýju landi. Sértaklega höfða til yngra fólks, þeim sem minna mega sín og eldri borgara. Það er ánægjulegt að lífeyrissjóðirnir ætla að koma inn á leigumarkaðinn en stjórnvöld, þ.e. bæði ríki og sveitarfélög, verkalýðshreyfingin og lífeyrissjóðirnr þurfa að vinna saman að gjörbreyta núverandi markaði. Það er vel hægt. Nýlega gagnrýndi Fjármálaráð ríkisstjórnina fyrir skort á aðhaldi í ríkisfjármálunum. Taka verður þessa gagnýni alvarlega en ríkissjóður er annar hluti opibera kerfisins, hinn hlutinn eru svietarfélögin þar verður líka að koma til aukið aðhald ef árangur í baráttunni við verðbólgunni á að nást.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:54 | Facebook
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10
Athugasemdir
Helstu rök opinberra starfsmanna fyrir að þeir fái launahækkanir umfram almenna markaðinn, er að í undanförnum samningum hefur aðaláherslan verið á krónutöluhækkun. Þetta þýðir að launamismunur m.a. vegna menntunar minnkar. Auðvitað gengur slíkt ekki til lengdar. Mótrökin eru þau að hækkun húsnæðisverð bæði til þess að kaupa og til að leigja bitnar verst á þeim sem minna mega sín og eru launalægri. Í gerðum samningum fá allir nokkra hækkun og það sem skiptir mestu máli ef allir eru samtaka lækkar verðbólgan og allir hagnast. Held að þessu sinni ættum við bara að bíða með baráttuna fyrir að ,,sumir eigi að vera jafnari en aðrir"
Sigurður Þorsteinsson, 13.5.2024 kl. 08:27
Þorsteinn það er ÚTILOKAÐ að vextir LÆKKI nokkuð á næstunni, því næsti "vaxtadagur Seðlabanka Íslands er ekki fyrr en 21/8 og þarnæst er hann 2/10 og svo er sá síðasti á árinu 20/11........
Jóhann Elíasson, 13.5.2024 kl. 12:48
Jóhann hann frændi minn Þórbergur Þórðarson var mikill námkvæmismaður. Frir hann skipti nákvæmnin aðalatrið. Hvort spýtan væri 1 metir eða 1,02 var grundvallaratriði. Þó verðbólga á Íslandi sé mæld reglulega, þá er hún að þróast á milli mælinga, hún er meira að segja að þróast frá mínútu til mínútu. Ég er orðinn svo gamall að fyrir mér mun ávöxtunarkrafa þróast á milli vikna hvað sem ávörðun Seðlabanka áhrærir. Í nákvæmninni þarf að sjá stóru myndina. Faðir minn vann í Seðlabanka Íslands í einhverja áratugi og var afar vel að sér í faginu. Jóhann það þýðir hins vegar ekkert að ávarpa hann hér hann dó 2009. Á milli okkar eru ekki nokkrar vikur eins og á milli stýrivaxtarákvaðanna Seðlabankans heldur heil kynslóð. Það þætti Þórbergi frænda mínum ansi mikil ónákvæmni.
Sigurður Þorsteinsson, 13.5.2024 kl. 14:39
Þessu hefði ekki verið hægt að svara betur, það er nefnilega máli og ber vott um vanvirðingu við þjóðina og fræðin að setja sér bara einhverja FASTA daga með margra mánaða millibili til þess að takast á við brýn verkefni og fara svo bara í kaffi...
Jóhann Elíasson, 13.5.2024 kl. 15:06
Jóhann þú kemur með gagnlega gagnýna hugsun og það er gott. Það er miskilningur hjá mörgum það það sé bara Ásgeir Jónsson sem er að taka ákvarðanir varðandi stýrivexti. Þetta er stærri hópur og ég veit að þar fer fram fagleg gagnrýnin umræða. Ef opinberir starfsmenn hefðu sest niður og samið á sambærilegum nótum og almenni markaðurinn, þá er ég sannfærður um að stýrivextir hefðu lækkað. Vegna óvissuna um að´ákveðinn hópur ákveði að gefa skít í verkalýðshreyfinguna og því miðar með einhver flokkspólitískar ástæður er nokkuð sem er óásættanlegt. Ástæða þess að Seðlabankinn er sjálfstæð stofnun, er að þeim ber að taka ákvarðanir út frá faglegum sjónarmiðum. Á sama hátt má gagnrýna ríkisstjórnina að vera með of mikinn slaka í ríkisrekstrinum og síðan sveitarfélögin. Vilhjálmur Birgisson hóf baráttuna og við eigum einfaldlega að flykkja okkur undir frumkvæði hans og sýna ábyrgð. Það þarf alla til.
Sigurður Þorsteinsson, 13.5.2024 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.