14.6.2024 | 16:37
Hjólað í fólk
Daglega þarf ég að fara Sæbrautina. Var ekki búinn að keyra hana lengi þegar ég áttaði mig á því að ef þú keyrir á löglegum hraða, þarf ég að stoppa á nánast hverjum gatnamótum, á rauðu ljósi. Byrjaði að telja og reglan var níu stopp í hverri ferð á Sæbrautinni. Svo fór ég bara að undirbúa mig að þetta væri regla. Ræddi þetta við verkfræðing sem fékk far hjá mér. Hann sagði þetta stýringu ljósanna, gerða til þess að tefja umferðina og búa til umferðateppur. Svekkja bifreiðaeigendur. Það er ósanngjarnt að skella bara skuldina á Dag B. Eggertsson , eða Samfylkinguna þó þau leiði stefnuna. Það bera fleiri ábyrgð. Dóra Björt Guðjónsdóttir og Píratar, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Viðreisn og Sóley Tómasdóttir með VG, sem gáfust upp eftir síðustu kosningar og vildu ekki meira svona samstarf. Framsóknarflokkurinn ber bara ábyrgð á að breyta þessu sem ekki hafur gerst ennþá þó þau hafi borgarstjórann nú. Það væri áhugavert að vita hvað þessi aðför að bifreiðaeigendum kostar íbúana á hverju ári. Auðvitað eru hindranir settar upp víðar enda um skipulagða aðför að íbúunum að ræða.
Borgin hjólar vissulega í fleiri hópa. Þá sem eru með bíla sína í bílastæði. Jafnvel einkabílastæði inn sinni lóð, sem það hefur haft í áratugi.
Það er líka hjólað í fólk með flugvélar, og með því að þrengja að Reykjavíkurflugvelli og þannig gera flugi erfitt fyrir, en líka hafa þessar aðfarir gert það að verkum að í neyð verður erfiðara að lenda í Reykjavík. Þetta þýðir að allar flugvélar sem koma til Íslands þurfa að hafa meiri varabirgðir af bensíni. Sem aftur þýðir dýrara flug almennings.
Í vikunni var viðtal við skólasystur mína Ingibjörgu Sólrúnu í tilefni að 30 ár voru liðin frá því að R listinn bauð fram í borginni. Hún sagði við það tilefni. Við breyttum borgarkerfinu úr valdakerfi í þjónustustofnun. Ingibjörg Sólrún kom inn í Kvennalistanum, en þegar Samfylkingin tók við hefur þessari þjónustuhugmynd verið alfarið hafnað. Í staðinn er hjólað í fólk. Í ungt fólk með börn sem ekki fær leikskólapláss. Í unga fólkið og þá sem minna mega sín með því að brjóta ekki upp á nýtt land með ódýrari lóðum, heldur einungis þéttingu byggðar vegna Borgarlínu. Þetta hækkar íbúðaverð þannig að t.d. ungt fólk þarf að eiga ríka foreldra til þess að eignast húsnæði og leiguverð íbúða fer upp úr öllu valdi.
Ef Reykjavíkurborg var bretytt í þjónustustofnun undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar, hafur hún síðan breyst í hjólastofnun, sem nú er notuð til þess að hjóla í fólk.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 15.6.2024 kl. 12:06 | Facebook
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.