Samfylkingin klofnar

Þegar Helgu Völu helgadóttur var hent út af þingi mátti öllum vera ljóst að það myndi hafa afleiðingar. Kristrún Frostadóttir kom á sviðið þá var ekki pláss fyrir Helgu Völu. Minnir mann á söngleikinn Cats, tími gömlu læðunnar var liðinn. Unga læðan henti öllu snyrtidóti þeirrar gömlu og með fylgdu leikföngin. Bæði ESB og opin landamæri voru liðin tíð. Nú skyldi fara í kjarnann. Baráttu verkalýðshreyfingarinnar og svo áherslur borgarastéttarinnar. Helga Vala sagði sig ekki úr Samfylkingunni, hún beið. Hennar tími myndi koma. Skoðanakannanir segja annað. Nú þegar oddviti Samfylkingarinnar í Garðabæ stendur upp og segir sig úr flokknum, segir hún að fólkið sem ráði hafi skipt um skoðun, eða skipt hafi verið um stefnu. Skilur þetta ekki. Helga Vala kemur strax fram  og tekur undir með skoðanasystur sinni úr Garðabænum., þær eru samherjar og skoðanasystur. Kristrún reyndi að halda hjörðinni saman með því að sitja hjá við afgreiðslu útlendingafrumvarpinu. Það gerði Viðreisn líka og þá verður Sigmar Guðmundsson áfram í Viðreisn, a.m.k. um sinn. Brestirnir í Samfylkingunni eru víðar. Gömlu læðurnar í verkalýðshreyfingunni með Sigríði Ingadóttur eru alveg til í að sprengja kjarasamninga verkalýðshreyfingarinnar  í loft upp. Eins og einn gallharður gamall Samfylkingarmaður sagði. ,,Hún er skrítin þessi pólitík. Um leið og tískuhúsin setja fram nýju línuna, þurfum við að vera tilbúin að pakka einhverjum af okkar lykilmálum niður í kassa, henda öðrum eftir því hvað í er í tísku hverju sinni. Kannski eigum við ekki að henda kössunum, rétt eins og með fötin, eitthvað af þessu gæti komist í tísku aftur."  

Líklegast er að annað hvort muni Helga Vala og hennar fólk ganga til liðs við VG, eða það sem líklegra er að stofnaður verði nýr flokkur þar sem félagar í Samfylkingunni muni taka þátt.   Nafnið Alþýðufylkingin er þegar komið á borðið. Margir hafa verið orðaðir í hinum nýja flokki. Fremstur fer Eiríkur Bergmann sem kennir stjórnmálafræði við Bifröst, þingmennirnir Þórunn Sveinbjarnardóttir og Oddný Harðardóttir og fjölmiðlamennirnir Egill Helgason, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, Ingólfur Bjarni Sigfússon og Bogi Ágústsson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

 NÝ FRÉTT

Samkvæmt óstaðfestum fréttum hefur Helga Vala Helgadóttir haft samband við Brynjar Níelsson og skotið að honum að taka þátt í stofnun nýs flokks. Þau væru jú bæði utan þings, og því ,,pólitískt á lausu". Ekkert hefur fréttst af viðbrögðum Brynjars. 

Sigurður Þorsteinsson, 17.6.2024 kl. 08:46

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ekki er öll vitleysan eins. Maður hefur bara ekki við að trúa. Á nú Helga Vala að vera bjargvættur þjóðarinnar!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 17.6.2024 kl. 11:51

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

 Nafni það er nú liðinn tíð að Roy Rogers kom ríðandi inn í þorpin í Bandaríkjunum og bjargaði öllu. Samfélögin og atvinnulífið er orðið miklu flóknara ern það. Nú þarf teymi fólk oft með mismunandi sýn á verkefni, en sem geta unnið í teymi. Það geta ekki allir á Alþingi. Þingmenn flokks fólksins heldur því t.d. fram að ríkisstjórnin geti rekið Seðlabankastjóra, slíkt fólk er ekki stjórntækt og sérstaklega ekki eftir að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason voru reknir úr flokknum. Þeir gagnrýndu formanninn fyrir að vera gorsamlega getulausa til nokkra verka og hafa sennilega haft hárrétt fyrir sér.  Piratar eru heldur ekki stjórntækir af svo mörgum ástæðum. Einn þingmaður þeirra er að dónast inn á salerni veitingastaðar og er með yfirgang og ofbeldi. Þarf að kalla til lögreglu til þess að koma henni heim. Það er ekki fyrr runnið af henni fyrr en hún ráðast á lögregluna í ræðustól. Auðvitað gerði lögreglan mistök að skella dúkkunni ekki inn og láta dúsa í nokkra daga. Helga Vala er allt annar kalíber, þó ég sé ekki sammála henni t.d. varðandi útlendingamálin, en hún hefur þó greind og getu. 

Sigurður Þorsteinsson, 17.6.2024 kl. 14:03

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta eru stórtíðindi í pólitík. Samfylkingin, stærsti flokkurinn, já slíkt gerist gjarnan að stærstu flokkarnir klofna, þar er öfundin, valdagræðgin, þar sér fólk fram á gróða.

Tek undir með þér Sigurður Þorsteinsson að Helga Vala er öflugur pólitíkus. Hún ber ábyrgð á óstjórn í landamæramálum, því svo öflug hefur hún verið í stjórnarandstöðu lengi. Arndís Anna er ennþá léttvægari persóna og minna mark tekið á henni, þótt rökföst geti verið á köflum.

Ef Helga Vala hefði ekki verið beitt á þingi væru Sjálfstæðismenn sennilega löngu búnir að fá samþykkt harðari útlendingalöggjöf. 

Ef Helga Vala stofnar stjórnmálaflokk (skil þó varla að Brynjar Níelsson vilji vera þar með) þá býst ég við að sá flokkur myndi gera sig gildandi og fá talsvert fylgi, og Píratar jafnvel leggjast af og Alþýðufylkingin og Vinstri grænir.

Þetta er þessi eilífa saga vinstrimanna að þeir stofna nýja flokka þegar þeir gömlu hafa gengið sér til húðar, eins og Vinstri grænir.

Þessi nýi flokkur yrði þó að hafa umhverfisverndaráherzlur, þær eru enn mikilvægar úti í löndum.

Og þó er pólitíkin hennar Helgu Völu og Arndísar Önnu á hröðu undanhaldi í útlöndum, úrelt fyrirbæri.

Ingólfur Sigurðsson, 17.6.2024 kl. 15:51

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Miðað við fréttaflutning hjá RUV
Þá er meirihuti "fréttamanna" á þeim bæ tilbúnir að ganga til liðs við þennan nýja flokk

Grímur Kjartansson, 17.6.2024 kl. 18:02

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ingólfur við erum sammála um að Helga Vala Helgadóttir er öflugur stjórnmálamaður, en líka rétt að hún og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir dónakerling og ofbeldismanneskja börðust af alefli fyrir því að opna landamærin, með óheyrilegum kostnað fyrir Ísland. Þær stóðu hins vegar ekki einar að því því þar höfðu þær stuðning  allra í Samfylkingunni áður en Kristrún Frostadóttir gekk til liðs við flokkinn, meginþorra úr Viðreisn, hluta úr VG, og Píratana að sjálfsögðu. Gunnar rétt hjá þér þá beittu  ,,fréttamenn" R'UV sér að alefli. Brynjar myndi að sjálfsögðu aldrei fara með þessu liði, það væri eins og að  hleypa ref inn í hænsnakofann. 

Sigurður Þorsteinsson, 17.6.2024 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband