Hvað lærðum við af forsetakosningunum?

Forsetakosningar eru nýafstaðnar. Áhugaverðar og ættu að vera lærdómsríkar. Efast samt að það sem við ættum að læra af hafi komist til skila. Í morgun mætti Björn Ingi Hrafnsson í þáttinn Í bítið á Bylgjunni. Þar var rætt um komandi kosningar í landsmálunum, og tengsl þeirra við skoðanakannanir. Í forsetakosningunum koma Baldur fyrst fram í sviðsljósið og fjölmiðlar sérstaklega RÚV gerði mikið úr forystu hans, þrátt fyrir að aðeins hluti frambjóðenda væri kominn fram. Auk þess var alveg ljóst að það voru stuðningsmenn Baldurs og samflokksmenn fjölda  starfsmanna RÚV. Stefán útvarpsstjóri nýkominn undan væng Dags B. Eggertssonar hjá Borginni. Svo hófu  gagnrýnir fjölmiðlamenn að spyrja frambjóðandann um manninn sem Baldur bauð sig fram með, það voru frekar óþægilegar spurningar. Nú er ég sannfærður um að meginþorri landsmanna er slétt sama hvort Baldur sé samkynhneigður eða ekki þá eru það ekki allir og þeir voru furðu háværir. Baldur kom málefnalega vel út úr kosningabaráttunni en það kom ekki vel út þegar hann kom fram og sagði að einhverjir úr stuðningsliði Katrínar Jakobsdóttur vildu að Baldur lýsti yfir stuðningi við Katrínu. Nokkuð sem hörðustu stuðningsmenn Katrínar kannast ekkert við. Fylgið hrundi af Baldri í lokin og fór til Höllu Tómasdóttur sem vann jú hjá Kviku banka, rétt eins Kristrún Frostadóttir. Þetta er sjálfsagt bara tilviljun. 

Þá kom Katrín Jakobsdóttir fram og leit út fyrir yfirburðarsigur hennar, þegar maskína fór í gagn og stimplaði Katrínu sem svikara og hreinasta óþverra. Mér skilst að greining þá þeim sem réðust að Katrínu hafi fyrst og fremst verið Pítatar ásamt félögum úr Samfylkingunni. Spurningar fjölmiðlamanna voru líka afar grimmar, rétt eins og hjá Baldri.  Það verður áhugavert hvernig félagar í VG bregðast við eftir næstu þingkosningar. Munu VG rétta fram hinn vangann til þess að fá annað högg og fara í náðið ríkisstjórnarsamstarf með þessum flokkum. 

Þá kom fram Halla Hrund og virtist ætla að rúlla kosningunum upp þegar hún fór að fá á sig höggin. Fjölmiðlar tóku hana í gegn og það gerðu stuðningsmenn annarra framboða einnig. Hún náði aldrei flugi eftir það. 

Þá kom Halla Tómasdóttir inn rétt á endasprettinum. Fjölmiðlar höfðu ekki tíma til að tæta hana í sig. Sjálf hafði hún komið afar vel út í kappræðunum og rúllaði þessu upp í lokin. Kosningabaráttan vekur athygli og er afar faglega unnin. Það höfðu flestir afskrifað Höllu. Sérfræðingar sögðu að ef Halla hefði komið í toppbaráttuna viku eða tveimur áður hefði hún líka lent í hakkavélinni. Hverjum hefði dottið í hug að mikil hægri manneskja fengi mikinn stuðning frá vinstra liðinu, gegn frambjóðanda úr vinstrinu. 

Björn Ingi kom því á framfæri að Kristrún Frostadóttir hafi komið Samfylkingunni á toppinn án þess að hún hafi nánast opnað munninn, hvað þá með því að koma einhverju málefnalegu á framfæri, nema að sópa Helgu Völu Helgadóttur út af svölunum. Annað ekki, enda væru kjósendur ekki að biðja um málefni. Hvað þegar Kristrún Frostadóttir fær á sig erfiðar spurningar? Hvað þegar almennngur fær að sjá alvöru kappræður?  Vissulega munu þær spurningar ekki koma frá fréttamönnum RÚV, heldur ekki þætti sem forystumenn flokkana takast á um alveöru málefni. Síðast þegar Kristrún mætti í viðtal hjá Sigríði Hagalín Björnsdóttur snérist dæmið um að Sigga fengi eiginhandaráritun hjá Kristrúnu. 

Það bendir margt til þess að ríkisstjórnin haldi kosningar eftir rúmt ár. Fram að þeim tíma mun fylgi Samfylkingarinnar að sjálfsáðu dala. Meira að segja innsti kjarni Samfylkingarinnar gerir sér grein fyrir að 20% fylgi í næstu kosningum yrði stórsigur. 

Það er sannarlega fengur að fá Kristrúnu fram í pólitíkina, Samfylkingin fékk loksins alvöru manneskju í forystu, eftir afar mögur ár. Nú hefur stjórnarandstaðan hins vegar fengið enn öflugari leiðtoga  Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir í Viðreisn  hefur komið afar sterk upp, hingað til  miklu öflugari en Kristrún. Málefnaleg og hörkuefni. Það kæmi mér ekki á óvart að Viðreisn muni á komandi mánuðum reyta talsvert fylgi frá Samfylkingunni. Í stjórnarliðinu er líka mjög öflugt lið. Framsókn með Willum öflugan sem heilbrigðisráðherra og Lilju sem veit sínu viti hvað varðandi efnahagsmálin, Sjálfstæðisflokkurinn með Þórdísi Kolbrúnu, Áslaugu Örnu og dómsmálaráðherrann Guðrún Hafsteinsdóttir sem á  sviðið eftir afgreiðslu á útlendingafrumvarpinu.  Reynsluboltanir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru afar dýrmætir. VG er í erfiðleikum en ef Svandís tekur sig til og beitir sér þá er hún komin með hörkureynslu, ef ekki gæti Helga Vala Helgadóttir komið til greina. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Ef ég væri ekki gamall og grár, þá myndi hvarfla að mér að deila þessum pistli þínum, jafnvel rífast við hann til að nota status minn til að auka lestur um svona 1% eða svo.

Vonandi hefði ég samt vitið til að vita að það sem er gott, og verðskuldar lestur, að gæði þess felst samt ekki í ytri viðbrögðum fólks sem kannski ekki skilur innihald skrifa, les þau ekki en tjáir sig.  Og hin góðu skrif verða útundan.

"Höllu Tómasdóttur sem vann jú hjá Kviku banka, rétt eins Kristrún Frostadóttir. Þetta er sjálfsagt bara tilviljun".

Vissulega gæti ég vitnað í margt annað sem þú segir hér að ofan Sigurður, þjónar samt ekki tilgangi, pistill þinn lifir en athugasemd mín ekki.

Ég bý samt af honum, pistill þinn er sterkur.

Eins og svo oft áður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.6.2024 kl. 23:14

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll Ómar. Við notum bloggið okkar til þess að koma með punkta sem gætu gagnast fyrir samfélagið. Sjálfur blogga ég líka til þess að ögra sjálfum mér vegna lesblindu minnar. Það mætti nota bloggið meira til þess að eiga skoðanaskipti fremur en að nota það sem predikun. Fjölmiðlun á undir högg að sækja, og þar með vantar það aðhald sem ætti að koma frá fjölmiðunum. RÚV ein rjúkandi rússt, fréttamenn RÚV skammast sín ekki að setja upp rauðu flokkskúluna á nefið á sér í beinum útsendingum. Hlutleysi þekkist ekki á RÚV lengur, og ég kaupi ekki að það stafi af svo bágri fjárahagsstöðu RÚV, þeir hafi ekki efni á almennilegum fréttamönnum. Þetta er fyrst of fremst stjórnunarvandi RÚV. Agaleysi og skortur á virðingu fyrir RÚV og fólkinu í landinu. Þar á ofan hefur hluti þeirra verið tekin fyrir skattsvik og aðrir mega sæta rannsókn fyrir hegningarlagabrot. Já, Ómar bloggið er ein af leiðunum til þess að bæta lýðræðið í landinu og geta barist fyrir bjartari framtíð fyrir landsmenn, ekki síst unga fólkið okkar sem hefur verið mikið þrengt að með óstjórn í húsnæðismálunum sem eru jú að mestu í höndum sveitarfélaganna og síðan Innviðaráðuneytinu. 

Sigurður Þorsteinsson, 22.6.2024 kl. 07:56

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, nákvæmlega.

Gæti ekki orðað þetta betur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.6.2024 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband