Sprengjan féll.

Eins og alltaf voru smá uppákomur á síðustu dögum þingsins Í þetta sinn meira krassandi, en oft áður. Fyrsta málið var afgreiðsla á vantrausti á matvælaráðherra Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur. Það lá alltaf fyrir að tillagan yrði felld, allar fléttur til að gera málið spennandi urðu aldrei trúverðugar. Ekki síst þegar þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins gaf út yfirlýsingu deginum áður að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði ekki að samþykkja vantraust, á Bjarkeyju, sem hefði hú þýtt að ríkisstjórnin væri fallin. Það lá líka fyrir að stjórnin yrði að fá ákveðinn fjölda stjórnarmanna til þess að fella tillöguna, og þá gætu einhverjir fengið frítt spil. Það kom í hlut Jóns Gunnarssonar hann hafði jú látið stór orð falla um vinnubrögðin en það lá líka nokkuð ljóst fyrir að hann myndi skila auðu. Óli Björn Kárason rökstuddi hins vegar atkvæði sitt og lýsti yfir vonbrigðum með vinnubrögð ráðherra. Allar yfirlýsingar eftir atkvæðagreiðsluna voru líka borðleggjandi, eins og skrifaðar úr handriti leikrits. 

Hitt kom meira á óvart að bæði Samfylking og Viðreisn sætu hjá varðandi útlendingalög dómsmálaráðherra Guðrúnar Hafsteinsdóttur, þrátt fyrir að formennirnir Samfylkingar og Viðreisnar höfðu sagst ætla að styðja lagafrumvarpið. Sú yfirlýsing kallaði á mikla ólgu innan Samfylkingar hjá nokkuð stórum hópi úr kjarna flokksins undanfarin ár. Yfirlýsingar úr Viðreisn hristu upp í litlum virkum hópi Viðreisnar og kemur m.a. á skjön við framgöngu Sigmars Guðmundssonar. Þingmenn Samfylkingarinnar eru klofnir í afstöðu sinni. Gamla Samfylkingin er á móti útlendingafrumvarpinu. Þeir vilja fá að mótmæla í hvert skipti sem einhverjum er vísað úr landi til þess að ná hugsanlega einhverjum atkvæðum, í nafni samúðar. Einhverjir í þessum hópi þingliðs flokksins mun halda áfarm að vera með þessa afstöðu og fara í með Helgu Völu í flokkinn hennar. Enda munu þessir þingmenn verða dregnir upp ´arófunni og hent út af sviðinu fyrir næstu kosningar. Kristrúnararmurinn ákvað ákvað að sitja hjá til þess að falla ekki í næstu skoðanakönnun. Þetta er það sem flokkað er undir populisma í alþjóðapólitíkinni. Einmitt þetta gagnrýndi gamla Samfylkingin þ.e. Helguarmurinn, Miðflokkinn að ætla að ná fylgi og ala á andúð gegn innflytjendum. Nú gerir Kristrún allt til þess að verða vinsæl, eins og segir í kvæðinu nema hugsanlega ekki að koma nakin fram. Kristrún Frostadóttir hefði sennilega farið frekar billega út úr þessari afgreiðslu, en þá kemur til Helga Vala Helgadóttir í Spursmálum og niðurlægir Kristrúnu Frostadóttur og upplýsir landsmenn að Kristrún einfaldlega hafi ekki haft getu eða kjark til þess að afgreiða málið. Oft þegar nýr aðili kemur inn í fjölskyldu, eða formaður í stjórnmálaflokk fær viðkomandi oft ,,þægilegan tíma" Í tilfelli Kristrúnar hefur hún brosað en jafnfram verið árástargjörn, án þess að tekið sé á henni. Þessi liðni tími er oft kallaður ,,hveitibrauðsdagarnir". Sá tími er liðinn. Það er enginn kærleikur á milli Kristrúnar og Helgu Völu og sú síðarnefnda er ekkert hætt í stjórnmálum. Þegar Kristrún tók í rófuna á Helgu Völu og henti henni ákveðið út af sviðinu, vakti hún aðdáun sumra fyrir ákveðni og kjark. Hún misreiknaði sig hins vegar þetta var ekki rófa á ketti, heldur tígrisdýri og það snýr til baka. Hveitibrauðsdagar Kristrúnar Frostadóttur eru liðnir. Þetta gætu meira að segja orðið erfitt sumar fyrir þá sem næsrast á vinsældum. Svo kemur haustið það getur orði kalt, mjög kalt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góð líking hjá þér við tígris,en Kristrún er ákaflega aðlaðandi í allri framkomu ég óska henni góðs gengis ,þótt ég kjósi Miðflokkinn.

Helga Kristjánsdóttir, 25.6.2024 kl. 15:10

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Helga er alveg sammála þér varðandi sjarma Kristrúnar, en það sem greinunum þykir skrítið hvað lítið hefur komið fram málefnalega. Bíð spenntur eftir hvað og hvernig hún ætlar að taka á málum. Það hefur komið fram að Samfylkingin vill hækka fjarmagstekjuskatt. Í grein í vikunni í Mogganum kom fram að maður sem átti nokkrar milljónir og eftir skatta fékk hann enga ávöxtun á vaxtatekjum sínum, auk þess sem það eru neikvæðir raunvextir. Kristrún á að þekkja dæmið betur. 

Sigurður Þorsteinsson, 25.6.2024 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband