Er vilji til þess að lækka verðbólguna meira?

Nú lækkar verðbólgan milli mánaða og fer undir 6%. Enn er það húsnæðisliðurinn sem heldur verðbólgunni uppi. Ef vilji er að taka á þeim þætti verðum við að taka á bæði byggingarkostnaði en einnig að ná jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar hvað varðar fastignir. Af einhverjum ástæðum eru of margir sem halda að Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri stjórni þessu. Það er algjör misskilningur. 

Aðalástæða fyrir að framboð og eftirspurn eru fjarri lagi í húsnæðismálum er að stærsta sveitarfélagið hefur dregið lappirnar að útvega lóðir. Þær lóðir sem koma eru af svæðum þar sem verið er að þétta byggð, sem þýðir dýrar lóðir. Reykjavík rétt eins og önnur sveitarfélög verða að æxla sína ábyrgð. Það hefur ekki verið gert. Í gær hélt Einar Þorsteinsson áhugaverðan fund um fleiri lóðir og fyrir minni verktaka frammistaða Einars lofar góðu. Líklega hefur Reykjavíkurborg ekki fjárhagstöðu til þess að brjóta nýtt land, því því fylgir skólpræsikerfi og innviðauppbygging. 

Verkalýðshreyfing, atvinnurekendur, ríki og sveitarfélög varða að koma að dæminu til þess að fá Lífeyrissjóðina til þess að koma betur að uppbyggingu á ódýrari húsnæði. Ólafur Margeirsson hefur komið með leiðir til þess að byggja upp leiguhúsnæði með aðkomu lífeyrissjóðanna sem er hið besta mál. Það þarf einnig að koma að því að byggja upp húsnæði til sölu. 

Það verður áhugavert hvað Svandís Svavarsdóttir gerir í þessum málaflokki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband