Í kapphlaupi um vinsædirnar

Á ákveðnu aldurskeiði er það hjá mjög mörgum afar mikilvægt að vera vinsæl. Sumir ganga svo langt að láta breyta útliti, eingöngu til þess að auka vinsældirnar. Svo þroskast margir, samt ekki allir. Minnist afar sársaukafullu viðtali við unga stúlku sem var afar skotin í vini mínum. Hún skildi hann alls ekki, hún sjálf var miklu vinsælli en kærastan hans. Þrátt fyrir að keppinauturinn hafði eytt miklum peningum í brjóstastækkun hélt vinur minn við sig við þessa druslu eins og stúlkan kallaði hana, sem hafði ekkert til brunns að bera nema að vera stundum fyndin og ganga vel í skólanum. Jú jú hún væri ekkert ljót, en með allt of lítil brjóst. Í fjölmiðlum snýst allt um skoðanakannanir, hver er vinsælastur eða vinsælust hverju sinni. Hvað viðkomandi hefur áorkað eða getur skiptir litlu máli. Þannig voru vinsældir borgarfulltrúa skoðaðar stuttu eftir að Einar Þorsteinsson tók við sem Borgarstjóri. Einar átti lítinn möguleika í vinsældarkapphlaupi við Dag B. Eggertsson, sem hafði þessar flottu krullur. Síðast hefur komið í ljós að þær upplýsingar fjárhagstöðu borgarinnar sem gefnar voru upp,  voru einfadleag rangar, staðan er ein rjúkandi rúst. Þegar Dagur fær harða gagnrýni um ýmsar ákvarðanir í fjármálum er þeim vísað til innri endurskoðunar borgarinnar. Vonar að þannig sé hægt að eyða málinu. Skuldadagarnir býða haustsins. Ef það verður svört skýrsla mun Dagur þá Dagur þá segja af sér? Honum dettur þá væntanlega ekki í hug að fara á Þing!  Mun Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar úr Viðreisn þá segja af sér?  Þórdís Lóa er menntuð með meistaranám í Rekstarhagfræði hún getur ekki skýlt sér á bak við þekkingarleysi á fjármálum. Hvað með Dóru Björt Guðjónsdóttur úr Píörum?  Verður nýr meirihluti myndaður í Reykjavík í byrjun vetrar? 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband