Staða flokkana - spáð í spilin

Síðasta skoðanakönnun Gallups um fylgi flokkana kemur ekki svo á óvart. Við tekur sumarleyfi á Alþingi og átökin líkleg að verði minni en hefur verið, þó ýmislegt sé í pípunum.

Sútninkflokkurinn í vetur er tvímælalaust Samfylkingin sem hefur verið um og yfir 30% í skoðanakönnunum. Engin spurning að koma Kristrúnar Heimisdóttur vegur þar þungt. Í skoðanakönnum fyrir kosningar fékk Samfylkingin nokkru meira en í kosningunum sjálfum og munar þar allt að 15%. Sé niðurstaða Gallups nú leiðrétt miðað við þetta þá er samfylkingin að fá um 22,9%, sem flestir stuðningsmenn yrðu ánægðir ef það yrði niðurstöður næstu kosninga. Það eru hins vegar svört ský á lofti. Hreinn klofningur er kominn fram Gamla Samfylkingin og Nýja Samfylkingin munu ekki vinna saman. Á milli þessara arma er komin djúp gjá. Mjög sterkur skoðanaágreiningur sem vart verður séð hvernig á að brúa. Líklegast er að fram komi nýtt framboð og þegar líklegt að slíkt framvoð fái nokkuð fylgi. Það sem ógnar samt Samfylkingunni enn meira er að ,,erfðaprinsinn" Dagur B. Eggertsson tók ekki við af Loga Einarssyni, sjálfsagt sáu margir hvernig viðskilnaður Dags yrði hjá Reykjavíkurborg. Þegar þau mál verða gerð upp í haust er líklegt að flokkurinn verði fyrir talsveðrum skakkaföllum hvað fylgi varðar. Kristrún er fyrst og fremst að höfða til flökkufylkisins sem hreyfist milli flokka. Sá hópur fer vaxandi. Þegar á reynir gæti Nýja Samfylkingin verið komin niður í 17% raunfylgi þegar haustar. 

Sjálfstæðisflokkur greinist með 18,5% og hefur oft mælst hærra. Hins vegar eru niðurstöður kosninga yfirleitt mun betri en í skoðanakönnunum og er fylgið uppreiknað 20,2% sem enn er sögulega mjög lágt. Líklegt er að árangur Guðrúnar Hafsteinsdóttur varðandi útlendingamálin eigi eftir að hækka fylgið nokkuð þegar á komandi mánuðum. Þá virka ráðherrar flokksins kröftugri og stefnufastari, en áður. Það er líklegt að skila einhverri fylgisaukningu.  

Framsóknarflokkurinn kom afar illa út úr þessari skoðanakönnun, en Framsóknarflokkurinn kemur ávallt sterkari út úr kosningum en skoðanakönnunum og ef tekið er tillit til síðustu kosninga þá fengi Framsóknarflokkurinn 7,6% fylgi. Sigurður Ingi Jóhannsson virkar ekki sterkur og   mælist mjög neðarlega í hvað varðar fylgi sem leiðtogi. Þau  Lilja Alfreðsdóttir og Willum Þórsson eru mun sterkari. Auk þess að ekki mun koma til sameiningu við Miðflokkinn með Sigurð í formannssætinu. Einar Þorsteinsson hefur komið vel út sem Borgarstjóri og það gæti skilað flokknum fylgi í Alþingiskosningunum. 

Vinstri græn mælast nú með 4% en þeir eru yfirleitt sterkari varðandi úrslit kosninga, eða með 4,8%. Flokkurinn er í raun formannslaus í dag og öllum má vera ljós að Svandís Svavarsdóttir mun bæta stöðu flokksins ef hún einbeitir sér að húsnæðismálunum og mikilvægum málum í Innviðaráðuneytinu. Þá gæti flokkurinn náð betur til yngra fólks en nú er. Það að þeir yfirgáfu meirihlutann í Reykjavík gæti skilað auknu fylgi. Gamla Samfylkingarfólkið á hvergi heima sem stendur, og gæti að hluta farið yfir á VG. Þá ætti hluti fylgis Flokk fólksins að vera auðunnið. 

Viðreisn mælist yfirleitt hærri í skoðanakönnunum en í kosningum, og munar talsverðu. Hjá Gallup eru þau nú að fá 9,4% en með leiðréttingu væru þau að fá 6,4%. Flokkurinn er ekki afgerandi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sem mjög veikan formann, en á sama tíma og innanborðs eru mjög sterkri þingmenn eins og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Guðbrand Einarsson og Hönnu Katrínu Friðriksson. Uppgjör í Borgarstjórn með afar veikan Forseta borgarstjórnar Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, gæti orðið flokknum dýrkeyptur. 

Píratar virðast halda sjó, en svo er ekki því þeir koma ávallt lakar út í kosningum. Eru nú með 8,8% en með leiðréttingu verða þeir með 7,6%. Stuðningur þeirra fyrir opnum landamærum er ekki líkleg til þess að auka fylgið. Erfiðleikarnir í Reykjavík gætu einnig reynst þeim erfiðir. Það mun ekki skila fylgi þar að svara réttmætri gagnrýni með hroka.

Flokkur fólksins, mælist nú með 7,7% sem er mun hærra en fyrir síðustu kosningar. Með leiðréttingu þar gætu þeir náð 13,6&. Það kæmi ekki á óvart að barátta VG fyrir lífi sínu tækju þeir allnokkuð frá Flokki fólksins auk þess að nýr flokkur á grunni gömlu Samfylkingarinnar er líklegur til þess að tæta fjaðrirnar af Flokki fólksins. 

Sósíalistaflokkurinn mælist nú með 3,5%. Þeir hafa komið hærra út úr skoðanakönnunum en úr kosningum, með leiðréttingu væru þeir líklegir til þess að fá 2,1% sem þýðir í raun að þeir eru að þurrkast út. 

 

 

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Sigurður Ingi telur að slæmu gengi Framsóknar sé vaxtastigi og verðbólgunni að kenna heyrði ég í útvarpinu í gær. Veruleikafirring stjórnmálamanna er með eindæmum. Gleyma allir sem einn að þeir bera ábyrgð á þeim ákvörðunum sem þeir taka. Sigurður Ingi hefur tekið slæmar ákvarðanir eins og megnið af þinginu. 

Samfylkingin losnar hægt og rólega við ,,vók" liðið, gæti orðið þeim til framdráttar. Enn eru nokkrir akkeri í flokknum sem þarf að losna við. 

Helga Dögg Sverrisdóttir, 3.7.2024 kl. 06:07

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Helga, það vill svo til að Sigurður Ingi var með Innviðaráðuneytið og þar með húsnæðismálin. Þar gerðist afar lítið í þeim þætti sem snýr að ríkinu og t.d. hafði verið hægt að taka á þeim þætti sem snýr að aukinni greiðslubyrgði óverðtryggra lána. Svo var hann með samgöngumálin. 

Sigurður Þorsteinsson, 3.7.2024 kl. 06:32

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband