Bíll, pylsur, lóðir og lestir.

Halla Tómasdóttir keypti sér bíl hjá Brimborg. Það fer í fjölmiðla og þá gerir hún það eina rétta gefur upp kaupverðið. Fjölmiðlamenn telja sig hafa komist í frétt. Ef Halla fékk afslátt var það siðferðilega rétt eða ekki? Örugglega ekki stærsta málið! Hún og Egill Jóhannsson þekkjast alveg örugglega frá fyrri tímum. Nú hefur ekki komið fram hvað afslátturinn er mikill en fljótt á litið gerði Egill mikil mistök að setja þessi kaup á netið, og hefur reyndar viðurkennt það. Hefði Halla keypt notaðan bíl, hefðu allir verið rólegir. Hæstráðandi á mínu heimili vinnur í heilbrigðiskerfinu. Þegar hún fer á ráðstefnur erlendis, þá þiggur hún ekki flugferðir eða dýrar gjafir frá framleiðendum efna sem hún þarf að velja á milli fyrir skjólstæðinga sína. Þegar hún fer í Pylsumeistarann sem hún gerir gjarnan, hefur hún í nokkur skipti verið beðin um að prófa einhverjar nýjar pylsur, eða álegg og veitir Pylsumeistaranum gjarnan upplýsingar ábendingar, mat á gæðum og bragði. Oftast er þessar vörur í allra hæsta gæðaflokki og framleiðandinn er mikið á móti aukaefnum í vörunum sínum. Hún fær ekki greitt fyrir, eða er notuð í auglýsingum til að auglýsa vörurnar. Siðferðilega er þetta allt innan marka. Fjölmiðlar fjalla ekkert um málið. Svo kemur upp að fyrrum borgarstjóri afhendir eigendum olíufélaganna milljarða í formi lóða. Sannarlega hefur eitthvað verið minnst á málið, en afar hógvægar ábendingar frá fjölmiðlamönnum. Nýjasta dæmið eru viðskipti við Þorparana, sem hafa efnast um milljarða í samskiptunum við fyrrum borgarstjóra. Helsta gagnrýnin kemur frá Bolla Héðinssyni hagfræðings sem hefur fjallað um málið á fésabókarsíðu sinni. Bolli er flokkaður í Vókarm Samfylkingarinnar, þeirra sem hent er út úr flokknum vinstri hægri í hreingerningum Nýsamfylkingarinnar. Þá heyrist ekki múkk á fjölmiðlunum. Er það siðferðilega ásættanlegt að RÚV þegi um málið í ljósi tengsla Stefáns útvarpsstjóra við Dag B. Eggertsson fyrrum borgarstjóra. Einn af þorpurunum er fyrrum rektor á Bifröst og orðinn milljarðamæringur eftir viðskipti sín og ráðgjöf m.a. um lestar og samgöngu við fyrrum borgarstjóra. Runólfur fyrrum rektor,  er jú líka góður vinur Dags fyrrum borgarstjóra. Ef einhverjum starfsmönnum Kveiks dytti í hug að fjalla um ósómann mun Ingólfur Bjarni Sigfússon sjálfsagt reka þann starfsmann og vera með yfirlýsingar um gæði starfsmannsins sem fjölmiðlamanns eða persónu. Svo getum við metið hvort slíkt mat Ingólfs Bjarna sé siðferðilega rétt, eða bara bölvaður áróður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband