Bjálfaákvörðun á menningarnótt!

Fyrir ekki svo löngu var boðið frítt í strætó á laugardaginn sem við köllum á menningarnótt. Mjög margir tóku strætó og margir kyntust almenningssamgöngum. Þetta gekk bara ágætlega. Kostnaðurinn við þennan rausnarskap við íbúa á höfuðborgarsvæðinu var smáaurar, ekkert sem skipti rekstur sveitarfélöganna nokkru máli. Svona til þess að sýnast var þessi auma nýja  ákvörðun tekin. Ef nokkur vilji hefði verið hægt að fara í smá aðhald í rekstri sveitarfélaganna. Ég spurðist aðeins um þessa ákvörðun og fékk það svar að margir hafi komið að ákvörðuninni. Var hugsað til máltækisins. Því verr duga/gefast heimskra manna ráð sem fleiri koma saman. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sveitarstjórnir og borgarstjórn leitar ekki eftir fólki t.d. í stjórn strætó sem hefur eitthvað vit á samgöngum. Málið er að láta bæjar eða borgarfulltrúa fá ,,sporslur". Fékk það tækifæri að funda með stjórn Strætó í einhver skipti. Um var að ræða umtalsverðan sparnað fyrir Strætó og að beiðni framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Fyrir framan okkur var stjórn Strætó og allir nema einn hafði þau einkenni að vera með sægræn augu. Rifjaði þá upp nemendur sem ég kenndi í framhaldskóla og höfðu engan áhuga á neinu námi. Samkennari minn kallaði þau sauðina. Sem betur fer er meginhluti nemenda greindir og áhugasamir nemendur. Eftir fundinn sagði framkvæmdastjórinn við okkur. Þetta var flott kynning og hefði sparað okkur umtalsverða fjármuni. Málið er bara að ég er búinn að finna aðra lausn, sem ég vona að virki. Síðar kom í ljós að sú lausn virkaði ekki, en aðalkosturinn var að hún var frá bróður framkvæmdastjórans. 

Sigurður Þorsteinsson, 25.8.2024 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband