6.9.2024 | 11:04
Blíhúðun og óboðleg þjónusta.
Góður hópur aðila, eigendur einkaflugvéla, smábáta, bæði skemmtibáta og til fiskveiða, svo og eigendur báta og skipa í rekstri í ferðaþjónustu, héldu kröftugan fund um gullhúðun varðandi innleiðingu á EES-reglugerðum, svo og aðkomu hins opinbera og framkomu gagnvart einstaklingum og meðalstórum og smáum fyrirtækjum. Þótti mörgum gestum þar að opinberir aðilar neyttu aflsmunar, og þótti í flestu þröngt fyrir dyrum.
Í þessari umræðu kom flugmaður, eigandi einkaflugvélar, með einstaklega áhugavert innlegg þar sem hann sagði frá því að Samgöngustofa hefði nýlega ætlað að svipta hann tímabundið einkaflugmannsréttindum sínum.
Starfsmenn stofnunarinnar vísuðu í EES-reglugerðir máli sínu til stuðnings. Hann tók sig til og las reglugerðirnar sem hann hafði átt að brjóta gegn og komst þá að því að þau ákvæði sem áttu að hafa verið brotin áttu við um stórar þotur sem flytja fólk milli landa og heimsálfa en ekki litlar heimasmíðaðar einkaflugvélar eins og þá sem hann hafði flogið.
Það var ekki síður áhugavert að heyra hvernig starfsmenn Samgöngustofu brugðust við. Í stað auðmýktar og eftirsjár urðu viðbrögðin vart skýrð á annan hátt en sem hroki og hefndaraðgerðir. Nokkuð sem nokkrir aðrir fundarmenn höfðu sjálfir kynnst frá Samgöngustofu.
Skráning báta og skipa er svo ævintýri út af fyrir sig. Þeir sem geta velja oftar en ekki að skrá skip sín erlendis. Ef breyta þarf um skráða áhöfn, t.d. um helgi, er það ekki hægt þar sem þá eru starfsmenn Samgöngustofu í helgarfríi. Oft eru gefnir upp símatímar sem eru vel skornir við nögl, en þá þýðir lítið að hringja, því það er undir hælinn lagt hvort svarað sé.
Hvalaskoðunarskipi var úthlutað svæði til að sigla á, sem átti sér hvorki stoð í lögum né reglugerðum. Rekstraraðili skipsins lét reyna á þetta fyrir dómi og skipstjóri skipsins vann fullnaðarsigur.
Samt sem áður tilkynnir Samgöngustofa brot skipsins til Landhelgisgæslunnar, sem fer og siglir skipinu í land þrátt fyrir að fyrir liggi dómur. Í átta skipti hefur þetta verið endurtekið og kærum alltaf vísað frá enda liggur fyrir dómur í málinu.
Nú í síðasta skiptið dró Samgöngustofa kæru til baka til þess að setja á fyrirtæki skipsins stjórnsýslusekt fyrir að brjóta reglur sem dómstólar hafa hafnað að standist.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Samgöngustofa fær harða gagnrýni fyrir einelti og valdníðslu. Fyrrverandi innviðaráðherra ákvað að stinga svartri skýrslu um stofnunina undir stól án þess að koma því í verk að fara í úrbætur á því sem þegar lá fyrir að þyrfti að lagfæra. Þannig er verið að gefa leyfi fyrir áframhaldandi einelti og valdníðslu.
Eftirlitsaðilarnir eru hins vegar fleiri. Nú er tækifæri fyrir samgöngunefnd Alþingis að láta taka Samgöngustofu út, til að í framhaldinu verði hægt að taka til í stofnuninni og hún fari að sinna þjónustuhlutverki sínu.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
EES-samningurinn er fyrir löngu orðinn að algjörri martröð fyrir Íslendinga, bæði fólkið og landið.
Júlíus Valsson, 6.9.2024 kl. 16:50
Það er mjög venjulegt hér á landi að hafa einverja nefnd sem vísar í lög sem hún skilur ekki/hefur ekki lesið í því skyni að banna eitthvað.
Meirihluti stjórnsýzlunnar eru svona blýhúðaðir lortar.
Ásgrímur Hartmannsson, 6.9.2024 kl. 17:29
Skrifaði þessa grein í Morgunblaðið á miðvikudaginn. Hef fengið allnokkur símtöl og felst öll fjalla um hrein ofbeldi sem tíðkast í eftirlitsgeiranum. Þar sem gengið er mun lengra en EES reglugerðir segja til um. Samgöngustofa fær falleinkunn, en fleiri stofnanir eru tilgreindar. Þá hefur RÚV fengið harða gagnrýni. Samkvæmt Stjórnsýslulögum bera opinberir starfsmenn ábyrgð og því auðvelt að skækja þá persónulega ef þeir brjóta gegn almenningi, fyrirtækjum og félögum.
Sigurður Þorsteinsson, 6.9.2024 kl. 17:31
Þegar það er til trafala að gengið sé lengra en EES reglur segja til um eru það varla EES reglurnar sem eru vandamálið heldur þeir sem ganga lengra en þær krefjast.
Jafn slæmt er þegar EES reglur sem eiga að vera fólki til hagsbóta, svo sem á sviði neytendaverndar, eru innleiddar en svo virtar að vettugi eins og hefur oft gerst.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.9.2024 kl. 18:56
Guðmundur það kom mörgum á óvart að um 40% reglugerða sem teknar voru upp hér, voru það sem kallað er gullhúðaðar. Það gæti auðvitað átt sér sínar eðlilegu skýringar, en í um helmingi þeirra tilfella voru Alþingismenn ekki upplýstir um að um gullhúðun væri að ræða. Mikið rétt í þeim tilfellum eru ráðuneyti eða stofnanir að lauma inn íþyngjandi formi á reglugerðum. Það er oft mikill akkur að reglugerðirnar séu innleiddar oft almenningi til hagsbóta. Miðað við þennan fund og viðbrögð við greininni er hins vegar valdþeyting almennari en ég hefði áður trúað.
Sigurður Þorsteinsson, 7.9.2024 kl. 22:23
Ég er sammála því að það sé ekki gott þegar "gullhúðun" veldur óþarfa vandræðum. Það eru örugglega til mörg dæmi um slíkt og ég þekki sum þeirra.
Það sem ég er þó að reyna að vekja athygli á er að stundum eru EES reglur raunverulega góðar en þá er slæmt ef ekki er farið eftir þeim í framkvæmd.
Ég myndi alltaf vilja taka það besta sem kemur inn í EES regluverkinu og nota það til góðs en á sama tíma skil ég að sumt er ekki viðeigandi fyrir íslenskra aðstæður.
Mín áhersla er sú að það sé skylda íslenskra stjórnvalda að skoða hvort EES reglur sem þarf að innleiða geri gott eða slæmt og taka sjálfstæða afstöðu til þeirra á slíkum grundvelli. Því miður hafa þau oft brugðist þeirri skyldu og innleitt reglur með annað hvort of íþyngjandi hætti eða innleitt reglur sem eiga að vera góðar en ekki fylgt þeim skyldi.
Þetta er alltaf spurning um hagsmunamat og þegar kemur að því vil ég alltaf að hagsmunir almennings vegi þyngst á þeim vogarskálum. Ég er trúr þeirri sannfæringu.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.9.2024 kl. 01:15
Einhverra hluta vegna er ólæsi að aukast hjá íslenskum karlmönnum.
Kannski hentar það bara ágætlega fyrir þá sem skrifa reglugerðir alla daga í Brussel ?
Best væri að íslenskir ráðamenn séu að lesa þær, frekar en skynsamur maður útí bæ.
Loncexter, 8.9.2024 kl. 09:41
Það er e.t.v. nauðsynlegt að bæta eftirlit með því hvernig ríkisstarfsmenn skilja eða fara með þessar reglur. Kannski kunna einhverjir þeirra ekki útlensku
Sigurður Þorsteinsson, 8.9.2024 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.