Í moldviðrinu

 

Á undanförnum vikum hefur embætti Ríkissaksóknara verið mikið til umræðu. Ríkissaksóknari og Varríkissaksóknari hafa deilt í fjölmiðlum. Þetta er afar óheppilegt en getur líka verið til góðs. 

Vararíkissaksóknari fær áminningu í starfi fyrir rúmum tveimur árum fyrir það sem Ríkissaksóknari metur að Vararíkissaksóknari hafi notað óvarlegt orðalag um þróun mála. Þarna hafi Vararíkissaksóknari talað óvarlega um samkynhneigða. Dómsmálaráðuneytið gerði ekki athugasemdir við þessa áminningu. Efnið er hins vegar umhugsunarvert eiga flóttamenn að fá sérafgreiðslu vegna þess að þeir séu samkynhneigðir, eða jafnvel segjast vera samkynhneigðir. 

Núverandi á er hvað má Vararíkisaksóknari tjá sig um innflytjendur eftir að vararíkissaksóknari hefur fengið lífhótanir ásamt fjölskyldu sinni 

Í málið blandast svo að Vararíkissaksóknari kemur því á framfæri að þegar hann hafi fengið þessar hótanir hafi Ríkissaksóknari ekkert gert í málinu. Þetta er alveg sér dæmi og fjallar um hæfi Ríkissaksóknar sem stjórnanda. 

Málið fór jú fyrir Dómsmálaráðuneytið sem margir segja að hafi komið með Salómonsdóm

Það er alveg eðlilegt að lögmenntaðir menn tjái sig um þennan úrskurð Dómsmálaráðherra, en það er er mjög umhugsunarvert hvort eðlilegt sé að Ríkissaksóknari tjái sig um málið opinberlega. Hún segir málið moldviðri sem Varríkissaksóknari hefur þyrlað upp. Hún hefur áður tjáð sig um efasemdir um að Vararíkissaksóknari hafa fengið meira en eina lífhótun. Í ljósi þess að hún hefur ekki afneitað að hún hafi ekki stutt Vararíkissaksóknara varðandi hótanir, þá hún í afar óheppilegri stöðu. 

Eftir situr að Dómsmálaráðuneytið þarf að beita sér í að koma á eðlilegu ástandi hjá embætti Ríkissaksóknara. Það fjallar bæði um hvað embættismenn mega tjá sig um opinberlega og hvort koma þurfi upp vettvangi þar sem starfsmennirnir keti komið ábendingum á framfæri. Hins vegar er líka ljóst að embætti ríkissaksóknar þarf á aðstoð að halda varðandi eðlilega stjórnarhætti og aðstoð í mannlegum samskiptum. Það er mikilvægt að innflytjendur, samkynhneigðir fái ekki ástæðu til að ætla að þeir fái ekki jafna stöðu á við aðra varðandi afgreiðslu frá ákæruvaldinu, en þá líka að hatur milli kynja stjórni ekki hvernig mál séu afgreidd hvorki hvað varðar ákærur, en líka á vinnustaðnum. Bera ekki bæði Ríkissaksóknari og Vararíkissaksóknari bera ábyrgð þá því moldviðri sem þyrlað hefur verið upp? Er ekki alveg sð skilja Sigríði Friðjónsdóttur þegar hún bregst undirmanni sínum með því að styðja hann ekki þegar hann fær líflátshótanir, þá bregst hún fyrst og fremst sem stjórnandi og maður. Þá fer hún að þrugla hvort hótanirnar hafi verið ein eða fleiri. Minnir mann á fyrrverandi biskup, sem reyndi að benda á aðra þegar hún hafði misst allt traust. Hvernig hún ætlar að ávinna sér traust að nýju geri ég mér ekki grein fyrir. Það verður erfitt. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband