Starfsmenn RÚV vilja stofnuna feiga.

Það er eins og talsverður fjöldi starfsmanna RÚV vilji leggja stofnunina niður. Þetta eru aðallega starfsmenn eða fyrrum starfsmenn fréttastofu og umræðuþátta. Það gera með óvönduðum vinnubrögðum, hlutdrægni og oft hreinum áróðri. Hvað segðu menn ef aðrir starfsmenn ríkisstofnana myndi hegða sér svona almennt. það gengur ekki upp að aðilar sem eiga að vera í þjónustu við almenning séu með áróður og leiðindi.   Játa að það eru þættir t.d. á Rás 1 og tónlistarþættir sem eru verulega vel gerðir. Það geta starfsmenn einkastöðva líka gert. Við eigum afburða fréttamenn þeir eru bara fæstir á RÚV. Síðasta útspil Heiðars Arnar Sigurfinnssonar og útvarsstjóra Stefáns Eiríkssonar segja okkur hvers konar ruslakista RÚV er orðin. Nokkrir starfsmenn og fyrrum starfsmenn bíða  að öllum líkindum dóms. Það verður áhugavert hvort stjórn RÚV setur Heiðar Örn og Stefán í frí, eða finna störf innan RÚV á meðan uppsagnarfrestur þeirra líður. Við eigum að geta farið inn á Island.is og sett fjölmiðlaskatt okkar á þá fréttaveitur sem við viljum fá okkar greiðslur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Etv væri rausnarleg hækkun á útvarpsgjaldinu til að bæta hlutleysi RÚV og það væri til þess að þeir fjölluðu um "óþægileg" málefni? Svo sem ítrekað fullveldisframsal til ESB, t.d. áhrif 3. orkupakkans á íslenskan raforkumarkað og að ekki sé talað um það stjórnarskrárbrot þegar Bókun 35 kemur til með að framselja löggjafarvald Alþingis til ESB. Einhliða og lituð umfjöllun RÚV um stjórnmál í Evrópu, UK og USA vekur og furðu. Að RÚV skuli enn vera á auglýsingamarkaði sýnir vel innræti stjórnmálamannanna sem vilja hafa þá í vasanum. Hækkum útvarpsgjaldið. Fólkið sem kýs þetta lið aftur og aftur á ekkert betra skilið.

Júlíus Valsson, 22.9.2024 kl. 17:07

2 Smámynd: Guðbjörg Snót Jónsdóttir

Já, maður skyldi ætla það, eins og þeir haga sér og máli sínu. Maður veit ekki, hvar þetta endar eiginlega. Það segi ég satt. Þetta er fyrir neðan allar hellur, svo ekki sé meira sagt.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir, 22.9.2024 kl. 19:09

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Guðbjörg sé ekki þetta getað  endað með öðru en RÚV verði lagt niður. Menningin er svo sýkt 

Sigurður Þorsteinsson, 22.9.2024 kl. 22:40

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Júlíus sama hvort um er að ræða opinbert fyrirtæki eða einkafyrirtæki, þá þarf starfsfólk að gæta hlutleysis og ákveðinnar fágunar. Það er gott ef fréttamenn gætu greint álitamál og helst komið með fleiri en eina hlið á málinu. 

Sigurður Þorsteinsson, 22.9.2024 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband