23.9.2024 | 15:26
Er RÚV með gengi innanhúss?
Dómsmálaráðherra Guðrún Hafsteinsdóttir sagði frá að hingað séu byrjaðir að koma glæpahópar eða glæpagengi frá Norðurlöndum. Þá hefur komið fram að slík gengi hafa komið annars staðar frá t.d. frá Albaníu. Glæpagengi er allt annars eðlis en einstaklingar í fíkniefnavanda sem brjóta af sér til þess að afla peninga fyrir næsta skammti. Glæpagengi er mun alvarlegra mál þá taka einstaklingar sig saman oft allsgáðir og skipuleggja glæpi. Takist það er oft farið í stærri verkefni. Nú vill svo til að til rannsóknar er meint saknæmt athæfi þar sem starfsmenn RÚV og fleiri taka þátt. Fer að liða að því að ákvarðanir verði teknar hvort ákæra eða ákærur verða lagðar fram. Innan RÚV hafa sumir sem nefndir hafa verið til sögunnar hætt hjá RÚV eða færðir til í störfum. Ef yfirmenn þeirra vissu af refsiverðri framkomu, var það þá tilkynnti til lögreglu? Ef yfirmenn vissu af slíku athæfi og ekkert gert hafa þeir tengst málinu. Einn af þeim sem hætti störfum er fyrrverandi forsetaframbjóðandi, sú fór til Landsvirkjunar. Það hlýtur að vera afar óþægilegt fyrir Landsvirkjun að hafa starfsmann í ábyrgðarstöðu án þess að vita hvort viðkomandi starfsmaður er sekur eða ekki. Það er mjög brýnt að niðurstöður liggi fyrir sem fyrst. RÚV getur ekki búið við þann grun að rækta glæpagengi innanhúss. Hvort sem er til glæpsamlegra verka, til þess að níða niður einstaklinga eða til pólitískra óhæfuverka.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:32 | Facebook
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Mikið hrikalega er leiðinlegt að skrifa svona blogg. Horfði reglulega á BBC og þýsku ríkisstöðvarnar. Í byrjun vorum við með flokksblöð, og RÚV leitaðist til að virða hlutleysi. Svo koma starfsmenn til RÚV sem telur hlutleysi ekki skipta neinu máli. Þá er í mínum huga grundvöllurinn fyrir RÚV farinn. Öryggisþátturinn er ekki lengur til staðar. Þetta er ekkert að gerast í fyrra eða í ár. Egill Helgason sem byrjaði vel, byrjaði að láta þetta rúlla niður. Ólafur Ragnar Grímsson kenndi mér stjórnmálafræði hann var á sama tíma formaður Alþýðubandalagsins. Man ekki eftir að hann hafi verið gagnrýndur fyrir skort á hlutleysi. Nú er sami stjórnmálafræðingurinn kallaður til í tíma og ótíma, og hann er með flokkskúluna á nefinu í öllum útsendingum. Auðvitað er erfitt fyrir þennan gutta að greina eitthvað, Ólafur var greindur. Það versta við RÚV er ekki sjálfsdýrkun starfsmanna, heldur að þeir geta ómlöglega dulið hatur sitt. Þ'a þarf að leggja þetta batterí niður. Þarna úti er nóg af greindu hæfileikaríku fólki til þess að taka við.
Sigurður Þorsteinsson, 23.9.2024 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.