Innfluttir betlarar.

Þeir sem búa í stærri borgum í Evrópu, eða ferðast þangað, þekkja vel betlara sem eru liggjandi á gangstéttum og við verslunarmiðstöðvar. Stórar sjóvarpstöðvar hafa skoðað þessa starfsemi og a.m.k. hluti þessara betlara er gerður út af gengjum. Betlarar hafa m.a. valið sér að vera upp við Nettó í Mjódd. Einn eldri borgari ákvað að fylgjast með konu sem var að betla fyrir sig og þrjú börn sín. Hún bar sig afar aumlega.  Eftir nokkurn tíma kom afar góður maður og fór með konuna inn, og keypti fyrir hana matvæli fyrir um tíu þúsund. Hvað konan var ánægð og þakkaði manninum fyrir. Hún bar pokana eftir nokkra stund út lítinn bíl   Eftir um nokkra stund var hún mætt aftur og bar sig ekki síður illa en áður. Einhverjir gáfu peninga,aðrir vörur.  hún var líka þakklát fyrir peninga. Daginn eftir var hún mætt aftur. Átti ég leið framhjá og þekkti hana af lýsingunni og hún  var jafn aum og deginum áður, og börnin jafn svöng. Sami bíllinn beið hennar á planinu til þess að taka á móti ,,gjöfunum". Bílstjórinn var á litlum sendibíl svona eins og iðnaðarmenn nota. Maðurinn minnti mig frekar á starfsmann öryggisfyrirtækis eða dyravörð, fremur en eiginmann fátæks betlara.  Rétt hjá var harmonikkuleikari og spilaði. Mér þótti hann skila sínu og þakkaði honum með smámynt. Ég gaf ,,betlaranum" ekki neitt, læt ,,góða fólkinu" það eftir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband