30.9.2024 | 04:52
Ritarinn með lausnina?
Það getur verið mjög áhugavert að hlusta á stjórnmálamenn ræða lausnir á vandamálum í efnahagsmálum. Verðbólgan á niðurleið í og lánshæfismat batnar. Opinberir aðilar eru hins vegar ekki bara ríkið heldur líka sveitarfélögin. Kópavogur var að skila rúmlega 500 milljóna hagnaði á síðasta ári, en Reykjavík með 150 milljóna hagnaði. Þá þarf að taka tillit til að t.d. fasteignaskattar eru mun hærri í Reykjavík en í Kópavogi. Ef Reykjavík væri með sömu skattprósentu fasteignagjalda og Kópavogur væri Reykjavík að skila halla upp á tvo og hálfan milljarð. Það kom fram hjá Einari Þorsteinssyni borgarstjóra Reykjavíkur að fjárhagstaðan væri til muna verri en þau hann hefði talið þegar hann var fenginn inn í meirihlutann. Það segir mikið um stöðuna þegar Reykjavík þarf að skera niður opnunartíma í sundaugum og í félagsmiðstöðum fyrir unga fólkið, á þeim tímum sem við þurfum líka að taka á vanda ungs fólks. Dagur B. Eggertsson er sendur um allan heim til þess að kynna sér hvernig hann hefði átt að stýra Reykjavíkur á árangurríkan hátt. Það vakti athygli þegar Dagur útskýrði að hann hefði getað farið í miklu fleiri ferðir, en samstarfsflokkarnir eru endalaust að benda honum á ný námskeið og nýjar ráðstefnur, það er eins og samstarfsflokkarnir vilji losna við Dag til þess að fá vinnufrið. Reykjavík þyrfti síst á að halda nú að láta birta lánshæfismat borgarinnar. Það jákvæða er að Einar Þorsteinsson er sannarlega að leggja sig fram og það mun öorugglega skila árangri. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kom nýlega fram og fagnaði ógurlega að Borgarlínan væri samþykkt með rúmlega tvöfalt hærri áætlun en þeirri sem þau kynntu fyrst. Það var eins og hún hafi unnið í Lottóinu, Niðurstöðu sem mun hækka skuldir Reykjavíkurborgar sem er jú í lagi, það er unga fólkið sem fær að borga reikninginn Ritari Viðreisnar kom fram í Sprengisandi um helgina og lausn hans hvernig taka á vandamálum í efnahagsstjórninni er einföld og skýr. Taka upp Evruna. Lausn Reykjavíkurborgar gæti því verið að taka upp Evruna. Borgarevruna.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 04:59 | Facebook
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.