5.10.2024 | 09:09
Populismi á Austurvelli
Annað slagið hlusta ég á Útvarp sögu. Það kom mér á skemmtilega á óvart að margir þættir á stöðinni eru góðir. Segir okkur að það er vel hægt að bjóða upp á vandaða umfjöllun án þess að vera ríkismiðill. Stöðin mætti vel styðja betur. Rétt um hádegið var þáttur sem var ekki par skemmtilegur. Ragnar Ingólfsson formaður VR og Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins. Kom sennilega inn í þáttinn þegar honum var að ljúka, Þau ræddu m.a. verðbólguna, og verðtrygginguna. Umræða á sorglega lágu plani og alveg laus við að þau hefðu þekkingu á málefninu. Ásthildur Lóa Þórsdóttir situr þó í Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis Ragnar lagði til að eitt útlánaformið þ.e. verðtryggð lán ætti að banna til einstaklinga. Það kom engar útskýringar. Samskonar rökleysa kemur reglaulega frá Hagsmunasamtökum heimilanna.Það hefur verið reglulega borin saman verðtryggð og óverðtryggð lán og þegar til lengdar er litið eru kjörin nokkuð sambærileg. Eini mismunurinn er að afborganir eru jafnháar að raungildi allan lánstímann, en er hærri í óverðtryggðum lánum í byrjun en afborganir lækka að raungildi þeim mun lengra sem líður á lánstímann. Kostulegast var síðan að hlusta á Ásthildi svara einstaklingi sem ekki fékk hækkaðar vaxtabætur. Hún svaraði því til að fólk hefði fengið um 250.00 sem hefði farið inn á höfuðstólinn, sem hefði bara verið verra!!!! að fá. Það er spurning hvort að svona bull ætti að taka fyrir í siðanefnd Alþingis? Þessi tvö keppast svo við að gera lítið úr Ásgeiri Jónssyni og hafa bæði talað um að taka þyrfti fram fyrir hendurnar á honum, eða jafnvel segja honum upp. Þetta verður vart skilið nema sem alvarleg minnimáttarkennd hjá hjúunum. Næst fara þau að gera lítið úr læknisfræðiprófessorum til þess að upphefja sig. Svo kom rúsínan í pylsuendanum, þau ætla að safna saman fólki á Austurvelli í dag. Síðasta samkoma Ragnars Ingólfssonar á Austurvelli var slík háðung að lengi verður í minnum haft.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 6.10.2024 kl. 16:10 | Facebook
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Hún sagði ekki að sérstakur vaxtastuðningur greiddur inn á höfuðstól lána hefði verið verri en ekkert, heldur aðeins að hann hefði mjög lítil áhrif á greiðslubyrði, sem var búið að reikna út löngu áður og er stærðfræðileg staðreynd.
Kjörin á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum eru alls ekki alltaf sambærileg. Samkvæmt tölum frá seðlabankanum frá undanförnum 20 árum hefur raunkostnaður óverðtryggðra lána verið lægri 60% þess tíma en verðtryggðra lána 40%.
En andstaða gegn verðtryggðum lánum snýst um miklu meira en þetta. Skaðsemi þeirra hlýst aðallega af innbyggðri frestun á greiðslubyrði. Mikil útbreiðsla slíkra lána veldur skaða á hagkerfinu öllu og ekki aðeins lántakendum.
Afstaða sem hefur verið rækilega rökstudd er ekki rökleysa þó þú kunnir að vera ósammála henni persónulega. Ef þú ert aðdáandi verðtryggðra lána er þér frjálst að hafa þá skoðun þó aðrir séu ósammála þér.
Að greina frá staðreyndum er hvorki á lágu plani né ber vott um skort á þekkingu. Aftur á móti eru sleggjudómar í garð annarra sjaldnast taldir vera á mjög háu plani.
P.S. Hún heitir Ásthildur en þú vissir það líklega fyrst þú skrifaðir það rétt í fyrra skiptið af tveimur. Þórhildur Lóa er borgarfulltrúi Viðreisnar.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.10.2024 kl. 16:41
Nefndi Ásthildi einu sinni Þórhildi og hef breytt því. Hef jafn líti álit á þeim báðum. Hún sagði að þó sú sem spurði sagðist ekki hafa fenið þennan stuðning að það skipti engu. Það er hreint bull. Það hefði lækkað höfuðstólinn. Nú veit ég ekki hvernig þetta var fært, en hefði auðveldlega geta verið útfært að þetta kæmi sem lækkun á greiðslum fyrr en seinna.
Hugleiðingar þínar um skaðsemi verðtryggða lána eru afar sérstakar þú verður að útskýra þær betur
P.s. Þú segist vera sérfræðingur nú veit ég ekki í hverju. Þú skrifar Seðlabandi með litlum staf, nú veit ég ekki hvers vegna. Það gæti verið lesblinda eða athyglisbrestur, en það gæti líka vegna þekkingarskorts hjá þér.
Sigurður Þorsteinsson, 6.10.2024 kl. 16:43
Seðlabanki skrifað ég, en ég er lesblindur. Leiðrétti það hér með.
Sigurður Þorsteinsson, 6.10.2024 kl. 16:44
Sæll Sigurður.
Sérstakur vaxtastuðningur lækkaði vissulega höfuðstólinn, að hámarki um 150.000 kr. hjá einstaklingi og 250.000 kr. hjá hjónum. Það er gott og blessað en ég er með raunhæft dæmi einstaklings þar sem þetta lækkaði mánaðarlega vaxtabyrði um aðeins 1.388 krónur, sem hafði þar áður hækkað úr u.þ.b. 187.000 í rúmlega 425.000 eða meira en tvöfaldast frá lántökudegi. Þrátt fyrir niðurgreiðsluna stendur þessi einstaklingur samt frammi fyrir rúmlega 236.000 kr. hærri vaxtabyrði en fyrir rúmlega tveimur árum. Punkturinn er sá að þetta hafði engin úrslitaáhrif til lausnar á þeim vanda þó e.t.v. hafi hann minnkað eitthvað örlítið. Það var líka hægt að fá þessu ráðstafað inn á vaxtagreiðslur en þá þurfti að sækja um það sérstaklega og það lækkaði ekki höfuðstólinn heldur bara vaxtabyrðina tímabundið, sem varð svo aftur jafn há og fyrir.
Nafnorðið seðlabanki er skrifað með litlum staf þegar það er notað sem samnafn. Ef það er notað sem sérnafn tiltekins seðlabanka eins og Seðlabanka Íslands eða Seðlabanka Evrópu er það skrifað með stórum staf. Ég er ágætur í réttritun og er ekki lesblindur.
Ef þú vilt endilega vita það er ég sérfræðingur í neytendarétti á fjármálamarkaði og hef starfað lengi sem slíkur, aðallega í tengslum við neytendalán og fasteignalán. Formleg háskólamenntun mín er í lögfræði en þar áður var ég líka í tvö ár í tölvunarfræði.
Skaðsemi verðtryggðra lána er meira en bara einhverjar hugleiðingar heldur raunverulegt kerfislægt vandamál sem er vart svigrúm til að útskýra til hlítar í athugasemd við bloggfærslu. Hafirðu áhuga get ég bent á eftirfarandi lesefni sem byrjunarpunkta:
Dr. Ólafur Margeirsson, hagfræðingur - Umsögn varðandi lagafrumvarp um afnám verðtryggingar til neytenda (50. mál, 153. löggjafarþing 2022-2023)
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - Mánaðarskýrsla september 2024: Aukin hlutdeild verðtryggðra lána dregur úr skilvirkni peningastefnu Seðlabankans (bls. 18)
Dr. Jacky Mallett - An examination of the effect on the Icelandic Banking System of Verðtryggð Lán (Indexed-Linked Loans)
Vonandi verður lesturinn til einhvers gagns.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.10.2024 kl. 23:10
Sæll Guðmundur. Auðvitað hefði verið betra að koma með stuðning til þess að aðstoða þá sem afborganir búa við mjög háar afborganir. Rót þess vanda sem við eigum við er að húsnæðisliður verðbólgunnar. Helsta ástæða þess er að húsnæði hefur hækkað umtalsvert. Það hefur ekkert með það að gera hvort lán séu verðtryggð eða óverðtryggð. Þessi hækkun húsnæðis er aðallega rakin til höfgastefnu í Reykjavík sem kemur í einhlað þéttingarstefnu. Að sjálfsögðu er betra fyrir Seðlabankann að meginþorri lána sé óverðtryggður. Það verður hins vegar fyrst og fremst að taka á orsökum verðbólgunnar og koma skikki á þá þætti sem hækkar húsnæðisverð. Þegar þekkingin er lítil þá koma einstaka aðilar með lausn eins og að segja upp Ásgeir Jónssyni seðlabanka. Það er hreinn loddaraskapur. Því miður koma slíkar tillögur m.a. frá forystuflokki Flokki fólksins, sem annars ættu mikla möguleika að standa við bakið á þeim sem minnst mega sín. Þegar þú skrifar að samkvæmt upplýsingum Seðlabankans þá ert þú að vísa í sérstakan seðlabanka og því bera að skrifa Seðlabanki með stórum staf ekki litlum.
Sigurður Þorsteinsson, 7.10.2024 kl. 07:02
Sæll. Ég er fullkomlega sammála því að hækkanir húsnæðisverðs séu ein helsta rót vandans sem þarf að leysa með því að auka verulega framboð húsnæðis á viðráðanlegu verði.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.10.2024 kl. 12:32
Sæll þegar góðir og velvilja menn setjast niður, þá næst góð niðurstaða. Því miður er það pólitíkin sem er að bregðast. Sveitarfélögin eru ekki að útvega lóðir á eðlilegu verði, og nota oft lóðasölu til þess að rétta við rekstarhallann hjá sér. Hverjir borga. Það á ofan er kerfið orðið of flókið. Eftir það þarf að sjá til þess að menginþorri húsnæðislána verði með föstum vöxtum. Fæ að vera í sambandi við þig fljótlega, það gæti orðið straumhvörf fjótlega.
Sigurður Þorsteinsson, 7.10.2024 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.