Hverjir borguðu reikninginn?

Fyrirtækið Black Cube var fengið til þess að ræða við son Jóns Gunnarssonar og fá út úr honum upplýsingar um hvalveiðar á Íslandi, leyfi til hvalveiða og allt sem því tengist. 

Það er engu til sparað vinnudýrin gista á einu dýrasta hóteli á Íslandi og borðar þar. Það hlýtur að vera eðlilegt að kannað verði hver eða hverjir  borga reikninginn? Er fjármögnunin innlend eða erlend. Hvað kostar að fá slíkt fyrirtæki til þess að ,,taka menn niður". 

Hefur eitthvað slíkt gerst áður? 

Ef grannt er skoðað þá minnir upplegið nokkuð á þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var veiddur i gildru af RÚV á sínum tíma. Handritið furðu líkt. 

Aftur kemur RÚV upp í hugann, en þá varðandi byrlunarmálið svokallaða. Nú er ekki notuð lyf, heldur áfengi notað til þess að veiða upplýsingar. 

Er gengið á Glæpaleiti aftur komið á kreik? 

 

Það er ljóst að það eru ekki stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eða Miðflokksins sem liggja undir grun að standi að fjármögnun. Tilgátur eru hins vegar komnar fram. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hvaða "fréttamaður" með sterka tenginu við RUV starfar hjá alþjóðlegum samtökum sem vaða í peningum vegna himhárra framlaga og tilhæfulausra skaðabóta

Grímur Kjartansson, 12.11.2024 kl. 22:06

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Grímur nú veit ég ekki hvort það sé skynsamlegt að takmarka rannsóknir á þeim sem að málinu standa of mikið. Á meðan rannsókn stendur, og að öllum líkindum til frambúðar má gefa almenningi kost á því að ákveða hvaða fjölmiðill ber að styðja með skatti á almenning. Rétt eins og gert er með trúfélög. Auðvitað þarf að fara fram vönduð rannsókn á aðkomu RÚV að aðförinni að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, og nú nýlega að Páli Steingrímssyni. Þetta mál nú virðist vera eins og í þáttaseríu með hinum fyrri. Nöfn kveðinna fréttamanna innan RÚV og utan koma upp aftur og aftur. Það eru fleiri fjölmiðlamenn sem þarf að rannsaka. Egill Helgason beitti sér mikið fyrir að Eva Joly fékk hundraði milljóna við að upplýsa hvernig og hvert peningar útrásarvíkinga, á þeim tíma og þjóðin bjó við afar knöpp kjör. Frúin stakk peningunum  inn á sig og hvarf af sviðin án þess að nokkuð hafi komið út úr rannsókninni. Fékk Egill Helgason þóknun fyrir að koma Evu Jolý á framfæri? Hvaða fjárfestar hafa nýlega fengið lóðir að gjöf frá Reykjavíkurborg, og voru ekki einhverjir ,,stórlaxar" með félög í skattaparadísum. Rannsókn er ekki formelaga hafin, en það verður áhugavert hvað kemur upp úr kössunum. 

Sigurður Þorsteinsson, 12.11.2024 kl. 22:49

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gríur það er hins vegar alveg ljóst á í lok seperber fór Sigursteinn Másson sem fulltrúi ásam Jóni Gunnarssyni á aðalfund Hvalveiðiráðsins. Ákveðnir fjölmiðlar gerðu mikið úr þátttöku Jóns Gunnarssonar á aðalfundinum, Fram hefur komið að Jón Gunnarsson greiddi ferð sína á aðalfund ráðsins sjálfur. Sigursteinn Másson fékk hins vegar aöila sem vinna í ferðaþjonustu við hvalaskoðun að kosta sína ferð. Sigursteinn hefur í viðtölum gefið í skyn að sú atvinnugrein sé á móti hvalveiðium sem er algjörlega rangt. 

Það er mikilvægt að málið fari sem fyrst til lögegluyfirvalda og þá kæmi á óvart ef Sigursteinn Másson ásamt meintu gengi á Glæpaleiti verði ekki sett í gæsluvarðhald. Sjálfsagt er þegar byrjað að eyða gögnum. 

Sigurður Þorsteinsson, 13.11.2024 kl. 05:53

4 Smámynd: G Helga Ingadottir

Það er megn skítalykt af þessu öllu 

G Helga Ingadottir, 14.11.2024 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband