7.12.2024 | 19:07
Möguleikar á framförum?
Það er verið að setja saman nýja ríkisstjórn, og kristaltært að það mun takast. Helstu hindranir eru yfirlýsingar frá frambjóðendum Fokks fólksins um það sem á að leysa og hvernig. Þetta er bara ekki svona auðvelt. Meginþorri þjóðarinnar eru hægri sinnaðir jafnaðarmenn. Sem þýðir að vilja efla atvinnulífið, styðja frumkvæði þaðan, helst frá einstaklingum og minni fyrirtækjum. Síðan að styðja þá sem minna mega sín. Komandi ríkisstjórn getur vel mætt þessu. Það gerist ekki með því að ráðast að lífeykissjóðskerfinu enda átti eftir að hugsa það betur. Þetta með að reka Ásgeir Jónson eða fara að ráðskast með hann afgreiddi Inga Sæland sem tómt bull. Hún ræður öllu. Einn af frambjóðendum Flokks fólksins er Ragnar Ingólfsson, hann fer mikinn en hann hefur líka sína styrkleika. Hann hefur komið að Bjargi íbúafélagi og hann hefur komist að sömu niðurstöðu og Félagi sextíu ára og eldri, lóðaverð á Höfuðbogarsvæðinu er of hátt. Það þýðir ekki að lóðir á þéttingarreitum séu endilega á of háu verði, en það hefur ekki verið brotið nýtt land með ódýrari lóðum. Þar ber Reykjavíkurborg mesta ábyrgð. Þetta kemur mest niður á ungu fólki og þeim sem minna mega sín. Það vill svo til að meirihlutastjórn Reykjavíkurborg hefur verið Samfylking, Viðreisn og Píratar. Þá spiluðu VG líka með. Framsókn kom inn fram og lögðu áherslu á að bjóða nýjar lóðir, og það er ástæða til þess að gefa þeim tækifæri Ef ný ríkistjórn kemur með húsnæðisstefnu þar sem boðið eru upp á að ungt fólk, og þeir sem minna mega sín geti eignast eigin íbúð er það gott mál. Þá þurfa sveitarfélögin, ásamt stéttarfélögunum og lífeyrissjóðunum að spila með. Það þýddi gjörbreytta stöðu og stefnu.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 8.12.2024 kl. 07:38 | Facebook
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Hvað áttu við með því að ráðast að lífeyrissjóðskerfinu? Enginn hefur lagt neitt slíkt til.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.12.2024 kl. 22:20
ASI og SA sendu frá sér sameiginlega ályktun fyrir tveimur dögum.
Ályktun ASÍ og SA um lífeyrismál
Sigurður Þorsteinsson, 8.12.2024 kl. 07:20
Þetta er bara spurning um rétta útfærslu. Vandamálið við ályktunina sem þú vísar til er að hún byggist á gefnum forsendum um tiltekna útfærslu sem er ekkert endilega góð. Það er aftur á móti vel hægt að nota aðra útfærslu sem tryggir að stærðfræðilega verði útkoman sú sama fyrir lífeyrisþega. Að öllu öðru jöfnu skiptir engu máli fyrir endanlega útkomu hvort skatturinn er tekinn af við inngreiðslu eða útgreiðslu ef skatthlutfallið er það sama á hvorum enda. Þetta er hægt að sanna með einfaldri stærðfræði.
Að velja sér slæma útfærslu og gagnrýna hugmyndina á þeim grundvelli eru strámannsrök. Það væri mun uppbyggilegra að beina sjónum að því hvernig útfærslan þyrfti að vera til að heppnast vel og það er alveg hægt með góðum vilja.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.12.2024 kl. 16:02
Guðmundur nú er ég stærðfræðisinni en stærðfræðin leysir ekki öll vandamál. Að sjálfsögðu er gott að leita leiða til þess að ná markmiðum og stefnumiðum, en leiðir verða það stendast rök og síðan þarf að finna færar leiðir.
Sigurður Þorsteinsson, 8.12.2024 kl. 20:54
"Meginþorri þjóðarinnar eru hægri sinnaðir jafnaðarmenn."
Aha... frjálslyndir fasistar þá, eða hvað? (Gleymum því eitt augnablik að fasistar heita víst "frjálslyndir" núna... af einhverjum ástæðum.)
Ég efast um að komandi stjórn nái að gera nokkuð. Sem er að vissu leiti jákvætt.
Þau komu með eina jákvæða hugmynd samt. Að fækka ráðuneytum. En... fyrr frýs í helvíti.
Ásgrímur Hartmannsson, 9.12.2024 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.