Kennarar og samstaðan í verkalýðsbaráttunni

Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins lagði til samstöðu í verkalýðshreyfingunni fyrir síðustu kjarasamninga að ná bættum kjörum með því að lækka vexti og verðbólgu í þjóðfélaginu. Til þess að þetta næðist kom ríkisstjórnin með ,,pakka" sem gerðu samningana enn hagstæðari fyrir launþega. Þessir samningar voru ekki gallalausir. Þannig tóku ekki allir aðilar í verkalýðshreyfingunni þátt í þeim sem hefði verið betra, og hitt er að ekki er endalaust að hækka þá lægst launuðu umfram aðra. Ástæðan er sú að þá hættir menntun smá saman að skipta máli. Þá hefði verið æskilegra að sveitarfélögin kæmu með öflugri hætti inn í þessa samninga, t.d. með því að taka á hækkunum á lóðum og kostanaði við þá sem standa í byggingu húsnæðis. Þá koma kennarar fram og vilja fá meira en aðrir. Kostnaður við skóla hérlendis er hærri en víðast hvar t.d. í Evrópu, og það sem  verra er árangur í skólakerfinu er afleitur. Kem sjálfur úr fjölskyldu þar sem faðir minn var kennari og síðar skólastjóri. Þá voru kennarar vel launaðir, meginþorri þeirra karlmenn. Svo fóru að koma inn í greinina konur sem höfðu eiginmenn sem fyrirvinnu. Þeim þótti mörgu óþægilegt að vinna fullan vinnudag í skólanum og vildu bara vinna hluta vinnunnar heima. Þetta varð krafa kennara. Árangurinn fór niður. Man umræðuna með þessari þróun munu laun að sjálfstöðu lækka í takt við vinnuframlag. Þessi skerðing á vinnuframlagi hefur verið stór hluti af baráttu kennara í gegnum tíðina. Þetta endar sjálfsagt með því að kennarar fái full laun fyrir ekkert vinnuframlag! Svo er settar hindranir fólk með góða menntun og reynslu, fær ekki vinnu sem kennarar því þá kemur hindrunin kennslu og uppeldisfræði. Í leikskóla þarf fimm ára háskólanám til þess að vera leikskólakennari. Þetta er galið. Það er mikil eftirspurn eftir iðnaðarmönnum og að sjálfsögðu á skólakerfið að mæta þeirri þörf að geta skólað iðnaðarmenn, sem það getur ekki. Af hverju í ósköpunum á almennur kennari að hafa hærri laun en iðnaðarmenn? Auðvitað þurfum við að taka þessa verkalýðsbaráttu og fara í mat á störfum launþega. Miðað við það mat hefðu kennarar ekki átt að fá neina fyrirframgreiðslu fyrir launahækkun, heldur skerðingu fyrir launalækkun í framtíðinni. Þeir sem nenna ekki að vinna eiga ekki að fá viðbótargreiðslu. Letidýrin sem skrá sig veika í tíma og ótíma á að taka af launaskrá. Það er kominn tími að kennarar fari að bera samfélagslega ábyrgð. 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Við skulum ekki gleyma að það sem gert er í leikskólum í dag sáu mæður okkkar um þegar þær voru heima með börnin. Hægt var að setja börnin á róló, þar sem útivera var aðalatrigið og leika við önnur börn. Ekki er að sjá að börn nútímans með alla þessa menntuðu einstaklinga í kringum sig ríði neitt betur af í samfélaginu. ,,Í leikskóla þarf fimm ára háskólanám til þess að vera leikskólakennari. Þetta er galið."

Helga Dögg Sverrisdóttir, 16.3.2025 kl. 16:44

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

 Helga við erum algjörlega sammála. Það má alveg hafa sérfæðinga í ráðgjöf sem eru með fimm ára háskólanám, en sem almennan leikskólakennara er alveg út í hött. 

Sigurður Þorsteinsson, 16.3.2025 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband