Kvennaathvarf á allra vörum!

Umræður um heimilisofbeldi er komið á dagskrá og vel það. Ágústa Ágústsdóttir varaþingmaður Miðflokksins fór í ræðustól á Alþingi nú nýlega og að ég held hélt jómfrúarræðu sína, sem var ein áhrifamesta ræða sem hefur verið haldið á Alþingi í langan tíma. Kjarkmikil kona sem þorir. Þetta er ekki bara spurning um líkamlegt ofbeldi, heldur líka andlegt. Rétt eins og Piatasamtökin hafa breytt myndinni um aðgerðir vegna sjálfsvíga, SÁÁ um áfengis og vímuefnafíkn eru samtök um Kvennaathvarf að hafa mikil áhrif. Samstarf frjálsra félagasamtaka með stuðningi opinberra aðila bæði getur skilað ótrúlegum árangri.  Samstarf um rekstur en líka í aðgerðum sem þarf til þess að bæta ástand. 

Hjá Kvennaathverfinu fékk stjórnin afar öflugan  framkvæmdastjóra Lindu Dröfn Gunnarsdóttur og sem leiðtogi fær hún með sér konurnar úr Á allra vörum, með þær Elísabetu Sveinsdóttur, Guðnýu Pálsdóttur og Gróu Ásgeirsdóttur sem hafa sýnt að þær kunna til verka og láta verkin tala. Nú er það okkar að taka til hendinni og styrkja þetta frábæra verkefni. Gera Ísland að aðeins betra landi. 

 

Lýsti reynslu sinni af heimilisofbeldi í ræðustól Alþingis - RÚV.is


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband