20.4.2025 | 06:31
Dýrt eða ódýrt í Kópavogi?
Hef búið í Kópavogi undanfarin ár en áður í Reykjavík. Báðir staðir hafa sína styrkleika og veikleika. Styrkleikar Kópavogs umfram Reykjavík eru margir. Bílastæðavandi í Reykjavík er mikill og umferðarteppur oft algjörlega heimatilbúnar eru daglegt brauð. Í Kópavogi þekkist t.d. ekki gjaldskyld bílastæði. Ungt fólk flykkist í Kópavoginn t.d. vegna leikskólaplássa, en líka vegna þess að fasteignagjöldin fyrir þá sem eiga húsnæði eru lægri en í Reykjavík.
Varðandi matarinnkaup þá höfum við í Kópavoginum forréttindi. Við höfum Pris, sem er lægsta matvöruverslun á Íslandi samkvæmt verðkönnun ASÍ, og það munar talsverðu. Áður var Costco oft ódýrast, en þeir eru orðnir t.d. orðnir hærri en t.d. Bónus og Krónan. Á mínu heimili er heimilisrekstarfræðingur og verðið og gæðin skipta máli. Í Pris fær maður steiktan kjúkling fyrir 1450 krónur, og hægt að fá poka af frönskum kostar undir 600 krónum. Það er t.d. mun hagkvæmara en að fara í IKEA að borða. Hef borið saman verð á allnokkrum vörutegundum og Pris er nánast alltaf ódýrari Minnist þess þegar Bónus byrjaði þá lækkaði verðið fyrir okkur neytendur. Fyrir utan lágt verð þá er þjónusta starfsfólks í Pris það besta sem ég þekki í matvöruverðunum hérlendis. Það fullyrði ég hafandi kennt þjónustustjórnun lengi. Það eina sem vantar í Kópavoginn er Pylsumeistarinn og verð að fara í Laugarlækinn í Reykjavík til þess að fá hans frábæru gæði.
Fyrir páska kom frétt um hækkun á hækkun á gjaldskrá Kópavogsbæjar vegna sumarnámskeiða fyrir börn. Theódóra S. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi Viðreisnar kom og gagnrýni þessa hækkun t.d. í sjónvarpinu. Nú eru aðrir sem bjóða upp á slíka þjónustu t.d. íþróttafélögin og kirkjan. Á Kópavogsbær að bjóða upp á slíka þjónustu í samkeppni, með því að niðurgreiða þjónustu bæjarins í samkeppni við samkeppnisaðilana? Það er til einföld lausn kort þar sem þeir tekið er tillit til fjárhagsstöðu. Sjálfur hef ég kennt á námskeiðum fyrir eldri borgara í Kópavogi og hef aldrei orðið var við Theódóru hafa nokkurn áhuga á verði eða þjónustu við þann aldurshóp. Það eru að koma kosningar og Theódóra bæjarfulltrúi minnir okkur á það. Það er mjög ódýrt!
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 06:52 | Facebook
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning