Hættuleg Borgarlína

Sat og fór yfir umferðarmál með samgönguverkfræðingi starfandi hjá leiðandi framleiðanda lesta í heiminum. Hann sagði: ,,Skil vel áhuga Íslendinga á lestarsamgögnum, þær eiga við víða um heim en á Íslandi eru þær algjörlega óraunhæfar" Þið eigið nóg af landi, eruð fámenn og farþegar verða aldrei það margir að lestarsamgöngur verða raunhæf lausn. Ný tækni er að breyta samgöngum heimsins. Hann sagði mér frá því þegar vinir hans fengu lestir í jólagjöf, en þeim var skammtaður mjög naumur tími til þess að leika með þær. Feður þeirra tóku sér hins vegar tíma til að leika með lestarnar. Sjálfur átti ég vin sem einmitt fékk lest í jólagjöf, og undraðist eigingirni föðursins. Gæti verið að fyrrum borgarstjóri hafi þurft að ganga í gegnum slíka reynslu. Það skýrði áráttuhegðun Dags B. Eggertssonar. Ekki bara lest á teinum, heldur líka lest á hjólum og þá á höfuðborgarsvæðinu.

Átti fund með fyrrum fjármálaráðherra út frá honum kom þáverandi borgarstóri. ,,Hvað mun Borgarlína kosta?," Var ekki verið að tala um 120 milljarða, með hækkun á verðlagi gæti kostnaður verið kominn upp í 135 til 137 milljarða, svaraði ég . ,,Þú munt heyra hærri töluf fljótlega. Það leið ekki á löngu þar til að upphæðin 330 miljarða var nefnd í fréttum. 

Skaðinn fyrir íslenskt samfélag, með þéttingu byggðar. Það sem ég kallað aðför að ungu fólk og þeim sem minna mega sín. Stefna sem hefur m.a. gert ungu fólki ógerlegt að eignast eigin húsnæði, nema að að því unga folki standi ríkt fólk. Þessi aðför er rekin áfram eins og hjatrúarhópi. Ekki fæst séð að þessi stefna sé nokkuð í tengslum við jafnaðarstefnu.

Stefnan er hættuleg því hún skilur unga fólkið okkar eftir.   

Væri ekki ódýrara að gefa Degi leikfangalest, sem hann fengi að leika sér með.  

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband