Áhrif hækkunar gatnagerðargjalda?

Í byrjun árs 2024 eru gerðir kjarasamningar á vinnumarkaði og það til lengri tíma. Aðal stefnumið þeirra  samninga var  að stuðla að minnka verðbólgu og lækka vexti. Að þessum samningum komu verkalýðshreyfingin, atvinnurekendur og ríkið. Einn aðal galli þessa samnings ef stefnumiðunum á að ná, er að hluti opinberra geirans tekur ekki þátt í dæminu nema að hluta. Ríkið þarf að spara og passa upp á útþenslu, en sveitarfélögin taka ekki þátt nema að hluta, þó þau vissulega ættu að hafa mikinn hag að stefnumið samninganna náist. Nýjasta útspil hvað þetta varðar er ákvörðun meirihlutans í Reykjavík að hækka gatnagerðargjöld um tugi prósenta.  Þetta verður að stöðva! Áhrifin eru hækkun húsnæðisverðs og húsnæðisliðurinn er einmitt sá sem haldið hefur verðbólgunni hvað mest uppi. Skoðun hvar hækkunin á að vera mest. Jú allt að 85% hækkun á fjölbýli þar sem lendir hvað mest á ungu fólki. Nú þegar er staðan sú að þéttingarstefna Reykjavíkurborgar hefur verið ein aðal ástæða þess að ungt fólk getur vart ekki eignast húsnæði nema að eiga ríka foreldra. Viljum við slíkt samfélag? Hækkun gatagerðargjalda mun ekki bara þýða hækkun á íbúðarverði heldur líka húsaleigu. Stjórnvöld verða að grípa hér inní og stöðva þessa aðför að ungu fólkiog þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Hækkun er aðför meginmarkmiðum verkalýðshreyfingarinnar í síðustu kjarasamningum en á sama tíma  aðför að þeirri einörðu stefnu stjórnvalda að vilja ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband