Erfið veikindi?

Hreint út sagt ótrúleg skrif Staksteina í Morgunblaðinu í morgun laugardaginn 12 apríl. Ég var farinn að halda að Styrmir Gunnarsson væri kominn í veikindafrí, en hann  er þá sannarlega kominn til baka. Sennilega of snemma. Vilhjálmur gerði bara grín að þessum skrifum og sagði að það væri svipað að lesa Stakgreina í morgun, og að lesa minningargrein um sjálfan sig. Ég get tekið undir með þeim sem hafa undrast langlundargeð eigenda Morgunblaðsins. Hlutafé Árvakurs er að öllum líkindum eitt þolinmóðasta fjármagn landsins. Hrokinn sem rennur úr penna ristsjórnans er aumkunarverður. Vanmáttarkenndin er svo mikil að hann þorir ekki einu sinni að skrifa undir nafni. Þetta er ekki bullið í Styrmi heldur er þetta "skoðun Morgunblaðsins". Eigendur Morgunblaðsins ættu að setja dagana sem eftir eru í rástjórnartíð Styrmis Gunnarssonar á forsíðu Morgunblaðsins og telja niður, rétt eins og talið er niður að jólum hvert ár. Þá hefst vonandi nýr tími þar sem lýðræðið og fagleg sjónarmið munu taka aftur völdin á Morgunblaðinu.  Styrmir gefur ekki kost á að bloggað sé um ruslakistu sína í Staksteinum og því læt ég Staksteinagrein dagsins fylgja með. 

   Smitandi sambýli STAKSTEINAR Ætli Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, trúi því að allt verði gott á Íslandi ef við tökum upp evru í viðskiptum okkar í milli þótt forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi afgreitt allar slíkar hugmyndir með afgerandi hætti í samtali við forsætisráðherra Íslands fyrir nokkru? Í eina tíð var Vilhjálmur alþingismaður Sjálfstæðisflokksins á Norðvesturlandi. Ætli Vilhjálmur mundi tala fyrir evruvæðingu og ESB-aðild ef hann væri enn þingmaður fyrir það landsvæði? Ætli Vilhjálmur Egilsson mundi ganga um bryggjurnar í sjávarplássunum í sínu gamla kjördæmi og útskýra fyrir sjómönnum og útgerðarmönnum að það skipti engu máli þótt ákvörðunarvaldið um nýtingu auðlindanna í hafinu í kringum Ísland yrði flutt til Brussel? Kannski er þetta misskilningur. Kannski er Vilhjálmur Egilsson, sem nú boðar að Íslendingar stundi viðskipti sín í milli með evru, þótt framkvæmdastjórn ESB vilji ekkert með það hafa, ekki að lýsa eigin skoðunum heldur vinnuveitenda sinna. Er það svo? Hverra skoðunum er hann að lýsa? Vilhjálmur Egilsson var á sínum tíma af samþingsmönnum talinn einn starfhæfasti og nýtasti þingmaður í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Sennilega er það sambýlið við Samtök iðnaðarins sem er svona smitandi!  Vilhjálmur Egilsson Ætli Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, trúi því að allt verði gott á Íslandi ef við tökum upp evru í viðskiptum okkar í milli þótt forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi afgreitt allar slíkar hugmyndir með... Ætli Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, trúi því að allt verði gott á Íslandi ef við tökum upp evru í viðskiptum okkar í milli þótt forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi afgreitt allar slíkar hugmyndir með afgerandi hætti í samtali við forsætisráðherra Íslands fyrir nokkru? Í eina tíð var Vilhjálmur alþingismaður Sjálfstæðisflokksins á Norðvesturlandi. Ætli Vilhjálmur mundi tala fyrir evruvæðingu og ESB-aðild ef hann væri enn þingmaður fyrir það landsvæði? Ætli Vilhjálmur Egilsson mundi ganga um bryggjurnar í sjávarplássunum í sínu gamla kjördæmi og útskýra fyrir sjómönnum og útgerðarmönnum að það skipti engu máli þótt ákvörðunarvaldið um nýtingu auðlindanna í hafinu í kringum Ísland yrði flutt til Brussel? Kannski er þetta misskilningur. Kannski er Vilhjálmur Egilsson, sem nú boðar að Íslendingar stundi viðskipti sín í milli með evru, þótt framkvæmdastjórn ESB vilji ekkert með það hafa, ekki að lýsa eigin skoðunum heldur vinnuveitenda sinna. Er það svo? Hverra skoðunum er hann að lýsa? Vilhjálmur Egilsson var á sínum tíma af samþingsmönnum talinn einn starfhæfasti og nýtasti þingmaður í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Sennilega er það sambýlið við Samtök iðnaðarins sem er svona smitandi!   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband