Samskipti þjóðanna

Fyrir mörgum árum streymdu Íslendingar til Svíþjóðar í leit að vinnu og hærri launum. Ástandið var fremur dapurt hér heima og í Svíþjóð vantaði starfskrafta. Íslendingar héldu sig saman í hópum, og alls ekki allir lögðu sig nægjanlega fram til þess að læra sænskuna. Við þóttum harðduglegir upp til hópa, en frekar drykkfelldir. Í raun sóttum við í störf sem Svíar helst vildu ekki vinna í. Þekking í Svíþjóð á Íslandi, landi og þjóð var minni en við hefðum átt von á. Þannig kom það Svíum oft á óvart, þegar þeir voru fræddir á því að snjóhúsin sem við bjuggum í væru stundum á fjórum hæðum og þá með lyftu. Á sumrin bjuggum við síðan í lyftunni!

Kynni okkar Íslendinga af Pólverjum eru flest þau að þeir séu upp til hópa harðduglegir til vinnu, en umgangist helst samlanda sína. Þá er nokkuð um tungumálaerfiðleika. Í uppbyggingu undanfarinna ára hefur hlutverk Pólverja verið mjög mikið. Er ekki kominn tími til þess að leggja áherslu á að auka samskipti landanna til muna. Þekking okkar á landi og þjóð mun auka virðingu okkar fyrir Póllandi og Pólverjum. Þeir eiga það sannarlega inni hjá okkur.  


mbl.is „Pólska samfélagið hefur lokast dálítið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband