Tvískinnungur

Það hefur vakið athygli mína aukin lýðræðiskrafa m.a. á Alþingi. Að dregið verði úr ofurvaldi ráðherrana og meira samráð verði m.a.  haft við minnihluta. Um leið og Framsóknarflokkurinn dregur lappirnar og samþykkir ekki allt sem minnihlutastjórnin fer fram á  fara allir á límingunum. Þegar örlítill dráttur varð á myndun ríkisstjórnarinnar var  strax farið að tala um að Framsóknarflokkurinn væri að kúa Samfylkinguna og Vinstri Græna. Framsókn væri með yfirgang. Nú þegar einn þingmaður Framsóknar vill bíða með Seðlabankafrumvarpið í 2 daga þá kemur ásökunin aftur um kúgun á minnihlutastjórninni.

Nú er ég ekki að mæla leikritahöfunum á Alþingi bót, en lýðræðissinnar verða að getað sýnt ákveðið umburðarlyndi.

Hef reiknað með að við fáum vinstri stjórn næstu 4 árin, en verð að játa að mér finnst virðingin milli stjórnarflokkanna og Framsóknar vera afskaplega takmörkuð. Í bloggheimum hamast Samfylkingarfólk á formanni Framsóknarflokksins, það er nú vart gert til þess að laða menn til samstarfs. Ef fólk vill ekki vinstri stjórn þá er miklu hreinlegra að segja það beint út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband