20.3.2009 | 23:43
17% stýrivextir með 6% verðbólgu.
Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra segir að vaxtastefna Seðlabankans sé óskiljanleg. Hann segir að hátt vaxtastig verði ekki þolað öllu lengur. Þjóðinni blæði út á meðan eigendur jöklabréfa og aðrir fjármagnseigendur hagnist á hávaxtastefnunni.
Gagnrýni Ögmundar er harðorð en hann setur hana fram á heimasíðu sinni ogmundur.is. Undir yfirskriftinni Óskiljanleg vaxtastefna segir Ögmundur:
Þessa dagana er mikið rætt um ráðstafanir til varnar skuldugu fólki. Ekki er vanþörf á: Lánaskuldbindingar verðtryggðar og óheyrilegt vaxtaálag þar ofan á. Því lengur sem drápsklyfjunum er hlaðið upp á fólk og fyrirtæki þeim mun óbærilegri verða þær. Í framhaldinu rísa kröfur um björgunaraðgerðir. Þess er krafist að skattgreiðendur hlaupi undir bagga. Hvernig væri nú að söðla um og hætta að bæta í byrðaranar? Þetta hafa orðið viðbrögð flestra þjóða heims í þeirri fjármálakreppu sem nú ríður yfir. Um þetta hafa Íslendingar fundið ágætt orðtak. Talað er um að byrgja bruninn áður en barnið dettur ofan í hann. Stjórn Seðlabankans virðist ekki þekkja til þessarar hugsunar og neitar að lækka vexti svo einhverju nemi. Hún segir að ekki megi veikja krónuna. Það er óskiljanlegur málflutningur í landi sem býr við gjaldeyrishöft. Eigendur jöklabréfanna og aðrir fjármagnseigendur sem hagnast á hávaxtastefnunni eru sælir með sitt. Á meðan blæðir þjóðinni. Það verður ekki þolað öllu lengur.
Ég er hjartanlega sammála Ögmundi. 17% stýrivextir eru rökstuddir með því að verðbólgan sé 17,6% síðustu 12 mánuðina. Það er fáránlegt viðmið því að á þessum tíma var bankahrunið og gengishrun sem að sjálfsögðu kallaði á verðhækkanir, vegna þess að innflutt vara hækkaði í íslenskum krónum. Nær væri að líta á verðbólgu litið t.d. til síðustu 3 mánaða, svo og meta hana næstu 3 mánuðina. Þá erum við að tala um 6% verðbólgu. Ef þetta er nýi seðlabankastjórinn sem tekur þessar ákvarðanir á að senda hann með næsta bát strax heim til Noregs. Lækkun í 10% hefði verið algjört lágmark við þessar aðstæður. Þessi ákvörðun eykur fyrst og fremst á vanda okkar og er þó nægur fyrir. Steingrímur Sigfússon gagnrýndi réttilega vaxtaákvörðun Seðlabankinn, nú þegir hann þunnu hljóði. Við fáum e.t.v. Hörð Torfa aftur á Austurvöll, þar sem tónað verður Seðlabankasjórann burt, og vanhæf ríkisstjórn.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.