Þetta kemur mjög á óvart

Það að Ritstjórn Morgunblaðsins hafi beðist afsökunar á fréttaflutningi Þóru Kristínar í þetta skiptið. Alveg er ég sannfærður um að Þóra Kristín forherðist í sínum vinnubrögðum, og sjái ekkert athugavert við þau. Enda fékk hún fjölmiðlaverðlaun ársins nýlega.

Það var ekki ætlunin með þessum fréttaflutningi að vega að Geir eða sýna hann í neikvæðu ljósi. Morgunblaðið biðst afsökunar á því segir í fréttatilkynningu ritstjórnarinnar. Það er nú ekki alveg rétt.  Þeir sem hafa fylgst með fréttaflutningi Þóru Kristínar undrast ekki fréttin frá því í gær. Hún tónar fyllilega við það sem Þóra Kristín hefur sent frá sér.  Ég efast hins vegar ekki að ritstjórnin hefi það innræti að skrifa svona grein, né flestir af fjölmiðlamönnum Morgunblaðsins.

 


mbl.is Afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Þóra Kristin fékk verlaun fyrir frumleika í fréttarmensku, ekki fyrir gæði eða góða hegðun fréttamanns né vönduð vinnubrögð.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 26.3.2009 kl. 11:50

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Bestu þakkir Sigurjón, nú skil ég þetta miklu betur.

Sigurður Þorsteinsson, 26.3.2009 kl. 13:56

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ef þetta hefði átt að vera fyndið þá mistókst það hraplega og þá er Þóra Kristín afar ófyndin manneskja. Af því að Þóra hefur ekki húmor má telja að hún hafi frekar verið var að reyna að niðurlægja eða sýna GHH í slæmu og þar með svolítið afhjúpa innra sjálf, sínar pólitísku skoðanir. Fréttamenn eiga að vera hlutlægir, gagnrýnir og stunda rannsóknarblaðamennsku (sem mistókst hraplega í aðdraganda og eftirmála hrunsins) en ekki að vera að stunda vitleysis-blaðamennsku. Hún ætti þá frekar að ráða sig til Séð & heyrt.

Guðmundur St Ragnarsson, 26.3.2009 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband