Þjóðstjórn

Við bankahrunið í haust hefði verið æskilegast að mynduð hefði verið þjóðstjórn. Í stað þess að meirihluti og minnihluti stæðu í stappi á þingi á meðan þjóðfélagið átti í vök að verjast, hefðu stjórnmálaflokkarnir getað sett þjóðarhag ofar flokkahag. Því miður var aðeins einn minnihlutaflokkana stjórntækur þ.e. Vinstri Grænir. Það hefði verið fengur af þeim inn í stjórnina. Framsóknarflokkurinn var í ákveðinni upplausn og Frjálslyndiflokkurinn var ein rjúkandi rúst. Hörð stjórnarandstaða í því ástandi sem ríkjandi var, var þjóðfélaginu skaðleg, og því miður komu slík niðurrifskaflar upp. Ég er enn þeirrar skoðunar að síðasta ríkisstjórn hefði átt að bjóða Vinstri Grænum með í stjórnarsamstarfið.

Ástand efnahagsmála nú er mjög slæmt. Fyrir liggur að kosningar nú verður okkur dýrkeypt. Ekki verður hægt að taka á þeim þáttum sem brýn nauðsyn er á. Eftir kosningar er ljóst að viðtakandi ríkisstjórn þarf að fara í mjög óvinsælar aðgerðir. Skera þarf niður í velferðarkerfinu, og taka þarf aðrar óvinsælar ákvarðanir. Þá þarf að skapa fyrirtækjum og heimilum svigrúm til þess að byggja upp að nýju. Við þessar aðstæður þarf að ríkja samhugur á þingi og eyða lagmarkskröftum í innbyrðis pex. Við þessar aðstæður getur íslenska þjóðin sameinast um að sigrast á erfiðleikunum. Til þess þarf þjóðstjórn. Það væri hægt að gera undir stjórn þess stjórnmálaflokks sem verður stærstur í komandi kosningum, eða undir stjórn utanaðkomandi leiðtoga. Þetta teldi ég farsælast við núverandi aðstæður.

Ég óttast það hins vegar að þetta verði ekki raunin. Langlíklegast er að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna verði niðurstaðan. Tvö mál verða þeirri ríkisstjórn mjög erfið, annars vegar umsókn um aðild að ESB. Slík umsón mun styrkja Samfylkinguna á kosnað Vinstri Grænna. Ég gef mér að á slíka umsókn reyni innan tveggja ára. Met stöðuna svo að almenningur muni ekki samþykkja inngöngu og ekki muni nást viðunandi niðurstaða úr viðræðum. Hvort sem aðild verði samþykkt eða ekki,  þá mun annar flokkurinn skaðast á þessu máli. Hitt málið er að taka á fyrirsjáanlegum niðurskurði í velferðarkerfinu. Það mun verða þessari ríkisstjórn of erfitt. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna mun því verða ríkisstjórn sem ekki mun njóta mikilla vinsælda. Þau ströf sem vinna þarf verða aldrei vinsæl hjá kjósendum, hversu sanngjarn eða ósanngjarnt það nú er. Slík ríkisstjórn gæti þurf að segja af sér áður en kjörtímabilinu lýkur .

Þá tekur eflaust við stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Hagur þjóðarinnar væri hins vegar  að flokkarnir settu hagsmuni þjóðarinnar ofar öllu öðru og mynduðu þjóðstjórn.


mbl.is Samfylking áfram stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Góð færsla hjá þér frændi, og ég er þér 100% sammála.

Kveðja / Jenni

Jens Sigurjónsson, 3.4.2009 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband