8.4.2009 | 09:17
Skemmdarverk!
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Seðlabanki og ríkisstjórn þarf að rökstyðja þessa ákvörðun mjög rækilega. Hér hefur orðið alvarlegur samdráttur, sem þýðir mikla veltuminnkun hjá fyrirtækjum. Yfir 17 þúsund atvinnulausir, sem aftur þýðir meiri samdrátt. Engin undirliggjandi verðbólga er í kerfinu, einu verðhækkanir sem gætu komið milli mánaða starfar af hækkun á innlendri vöru, vegna lækkandi gengi.
Þessi stýrivaxtaákvörðun færir mikla fjármuni frá þeim sem skulda og til fjármagnseigenda. Ráðstöfun er algjörlega á skjön við áherslur í efnahagstjórn allra annarra ríkja. Þegar samdráttur verður, eru vextir lækkaðir. Skoðun verðbólgu 12 mánuði aftur í tímann er greiningarskekkja, vegna bakahrunsins. Himinhátt verðbólguskot, skekkir öll meðaltöl.
Háir stýrivextir á síðasta ári, voru hugsaðir til þess að draga úr þennslu, og minnka verðbólgu. Mörg rök eru fyrir því að það hafi alls ekki haft tilætluð áhrif. Ein af ástæðunum er að Íslendingar eru ónæmir fyrir stórum tölum í vaxtamálum. Vaxtahækkanir og vaxtalækkanir hafa ekki sambærileg áhrif í nágrannaríkjunum.
Vaxtalækkun nú er fyrst og fremst spurnig um kostnað fyrirtækja. Vaxtalækknun nú í 4-6% hefði hins vegar getað haft áhrif. Hún hefði sent skýr skilaboð. Ég er komiðn á þá skoðnun sem ítrekað hefur komið fram um AGS að aðgerðir hans virki eins og skemmdarverk á efnahagskerfi.
Stýrivextir lækkaðir í 15,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Eins og talað úr mínu hjarta.
Þetta er kolröng stefna og það er með ólíkindum að þjóðin skuli sætta sig við þetta skemmdarverk!
Það er hreinlega verið að drepa allt og alla með gjaldeyrishöftunum, verðtryggingunni og okurvaxtastefnu stjórnvalda.
Er ekki kominn tími til að láta í okkur heyra og ljóta í ljós andstyggð okkar á þessum hryðjuverkum.
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 09:43
Svavar, átt þú við að við tökum fram pottana okkar og örkum niður á Austurvöll og köllum Vanhæf ríkisstjórn, og Seðlabankastjórann heim?
Sigurður Þorsteinsson, 8.4.2009 kl. 09:56
Já, og bæta við AGS burt og við borgum ekki!
Sigríður Jósefsdóttir, 8.4.2009 kl. 10:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.